Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sumarlegur hattur
Hannyrðahornið 21. júní 2022

Sumarlegur hattur

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkshúnst

Heklaðir hattar eru að koma aftur í tísku og er þessi hattur heklaður úr 2 þráðum af DROPS Belle.

Ég heklaði hatt á dóttur mína eftir þessari uppskrift en skipti um garn til að fá rétta lúkkið. Dóttirin er mikill aðdáandi Eurovision og sló úkraínska atriðið rækilega í gegn hjá henni. Hattinn hennar heklaði ég úr tveimur þráðum af DROPS Safran og einum þræði af DROPS Kid-Silk. Allar þrjár tegundir af upptöldu DROPS garni eru á 30 prósent afslætti hjá okkur til og með 15. júní.

DROPS Design: Mynstur vs-083

Stærð: S/M - L/XL. Höfuðmál: ca 54/56 - 58/60 cm

Garn: DROPS Belle, 200-200 g, litur á mynd nr 25, skógarbrúnn

Bleikur hattur: DROPS Safran 100-100g, litur nr. 55 Cerise, DROPS Kid-Silk 25-25g, litur nr 13 kirsuber

Heklunál: 5,5mm

Heklfesta: 14 fastalykkjur og 16 umferðir = 10x10
cm.

STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Hatturinn er heklaður í hring ofan frá og niður. Hatturinn er ekki heklaður í spíral heldur er snúið við í byrjun hverrar umferðar. Hver umferð byrjar á 1 loftlykkju, þessi loftlykkja kemur ekki í stað 1. fastalykkju. Umerðin endar með 1 keðjulykkju í 1. fastapinna umferðar.

HATTUR:

Með heklunál 5,5 með 2 þráðum DROPS Belle. Heklið 4 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.

1. umf: Heklið 1 loftlykkju (telst ekki með), heklið 6 fastalykkjur um loftlykkjuhringinn, lokið umferð með 1 keðjulykkju í 1. Fastapinna. Snúið við.

2. umf: Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju. Snúið við. = 12 fastalykkjur.

3. umf: Heklið *2 fastalykkjur í fyrstu fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju*, heklið frá *-* út umferðina. Snúið við. = 18 fastalykkjur.

4. umf: Heklið *2 fastalykkjur í næstu fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu 2 fastalykkjur *, heklið frá *-* út umferðina. Snúið við. = 24 fastalykkjur.

ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!

Haldið svona áfram og aukið út um 6 lykkjur í hverri umferð, en í hverri umferð er hekluð 1 fleiri fastalykkja á milli hverra útaukninga. Þegar heklaðar hafa verið 12 umferðir eru komnar 72 fastalykkjur. Í stærð M/L er hekluð 1 umferð til viðbótar þar sem aukið er út um 2 fastalykkjur jafnt yfir = 74 lykkjur.

BÁÐAR STÆRÐIR:

Heklið eina umferð frá réttu þannig: Heklið 1 fastalykkju utan um hverja fastalykkju, þ.e.a.s. ekki er heklað í lykkjuna sjálfa, heldur er heklað utan um lykkjuna. Endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.

Haldið áfram að hekla fastalykkju í hverja fastalykkju þar til stykkið mælist ca. 10-11 cm. Mælt er frá umferðinni þar sem fastalykkjurnar voru heklaðar utan um fastalykkjur fyrri umferðar. Munið að snúa við í lok hverrar umferðar. Heklið barð.

BARÐ:

Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út um 3-6 lykkjur jafnt yfir = 75-80 lykkjur. Munið eftir að það er snúið við í lok hverrar umferðar í barðinu líka.

Nú eru sett 5 prjónamerki í stykkið með 15-16 lykkjur á milli prjónamerkja.

Haldið er áfram að hekla fastalykkjur í hring, jafnframt er aukið út um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkjuna. (= 5 fastalykkjur fleiri í hverri umferð).

Haldið áfram útaukningu í hverri umferð þar til heklaðar hafa verið 6 umferðir með útaukningum = 105-110 fastalykkjur. Nú eru prjónamerkin færð þannig að þau verði staðsett mitt á milli fyrri útaukninga (þetta er gert til að formið á barðinu verði meira hringlaga). Haldið áfram með útaukningar við hvert prjónamerki (= 5 lykkjur fleiri í hverri umferð) 3 sinnum til viðbótar, jafnframt í síðustu umferð er jafnframt aukið út um 0-1 fastalykkju = 120-126 fastalykkjur.

KANTUR:

Heklið 1 fastalykkju í byrjun á umferð, *3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í 1. loftlykkju (hnútur gerður), sleppið 1 fastalykkju, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju*, heklið frá *-* út umferðina, en endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju í umferðar í stað þess að hekla 1 fastalykkju. Slítið frá og gangið frá endum.

Mæðgurnar í handverkshúnst www.GARN.is

Skylt efni: hekl | hattur

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024