Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sumarskokkur
Hannyrðahornið 19. júní 2014

Sumarskokkur

Höfundur: Sigrún Ellen Einarsdóttir

Stærð: S (M) L
Yfirvídd: 94(100)106 cm.
Efni: TYRA fra Garn.is, sjá fleiri liti á www.garn.is.
Tyra er á tilboði núna í Fjarðarkaupum.
Litanr AN1122; 600 gr
Prjónar: Hringprjónn nr 5, 80 cm.
Prjónafesta: 17 L X 24 umf = 10 x 10 cm.
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.
Aðferð. Stroff; prj 2 L sl og 2 L br
Perluprjón; 1.umf prj 1 L sl, prj 1 L br. Í næstu umferðum í perluprjóni er slétta lykkjan prjónuð brugðin og brugðna lykkjan prjónuð slétt.


Bolur:
Fitjið upp 160(168)176 L og prjónið 8 cm stroff; prj 2 L sl og prj 2 L br. Prjónið bolinn í hring, prj slétt með kaðlamynstri í miðju að framan, prj 28(32)38.

Kaðlamynstur
Skiptið lykkjufjölda á bol í tvennt og setjið merki í báðar hliðar, lykkjufjöldi er 80(85)88 á fram- og bakstykki. Prj sl frá merki á hlið 23(26)28 L, prj kaðlamynstur; prj 8 L sl (verður kaðall) prjónið 4 L sl, prj 10 L perluprjón, prj 4 L sl, prj 8 L sl (verður kaðall) prj sl 23(26)28 L að merki í hlið á bol. Prjónið 10 umferðir á milli snúninga á kaðli.

Snúningur á kaðli er prjónaður á eftirfarandi hátt:
Setjið 4 L á aukaprjón án þess að prjóna lykkjurnar, haldið aukaprjóninum með lykkjunum lausum fyrir framan prjónaða bolinn, prj sl næstu 4 L og takið þá upp aukaprjóninn og prjónið slétt þær 4 L sem eru á prjóninum.

Úr- og úttaka í mitti
Skiptið lykkjufjölda á bol í tvennt og setjið prjónamerki í báðar hliðar. Takið úr beggja vegna við merkin á eftirfarandi hátt. Frá vinstri hlið á fram/bakstykki; *takið 1 L óprjónaða, prjónið næstu L, steypið óprjónuðu L yfir, prj 2 L sl saman. Prj að merki í hinni hliðinni – takið 1 L óprjónaða, prjónið næstu L, steypið óprjónuðu L yfir, prj 2 L sl saman. Prj 5 umf* Endurtakið * til * 4 sinnum. Prjónið bolinn slétt með kaðlamynstri 10 umferðir. Aukið þá út í báðum hliðum jafn oft og tekið var úr, prj 5 umf milli úttöku, endurtakið 4 sinnum. Prjónið þar til bolurinn mælist60(64)70 cm frá uppfiti.


Axlarstykki
Úrtaka við handveg; fellið af 10 lykkjur yfir merki í hliðum, þ.e. Síðustu 5 L af framstykki og fyrstu 5 L af bakstykki, prj 60(64)68 L fellið af 10 L, prj 60(64)68. Fitjið upp 36(38)40 L yfir handvegi (verður stutt ermi) í báðum hliðum en athugið að prjóna nýju lykkjurnar yfir handvegi stroff; 2 sl L, 2 L br, fyrstu 4 umferðirnar en prjónið þær eftir það slétt.

Axlastykki; prj axlastykki í hring, prj sl með kaðlamynstri og laskúrtöku, þá er tekið úr á fjórum stöðum í hringnum, beggja vegna við samskeytin þar sem handvegur og bolur mætast og prjónaðar 2 sléttar lykkjur á milli úrtöku þ.e. 1 L frá bol og 1 L frá handvegi.

Laskaúrtaka: Merkið á þeim fjórum stöðum sem bolur og handvegur/ermi mætast. Hefjið úrtöku í vinstri hlið; *takið 1 L óprjónaða og prjónið 1 L sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prj 2 L sl og prj 2 L sl saman*, endurtakið *-* í annarri hvorri umferð þar til 80(84)86 L eru á prjóninum. Prjónið stroff 4 umferðir, fellið af.

Gangið frá endum.

Sigrún Ellen Einarsdóttir

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...