Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tólf arma stjörnuteppi
Hannyrðahornið 26. júní 2019

Tólf arma stjörnuteppi

Höfundur: Handverkskúnst
Heklað úr Scheepjes Whirl, aðeins eina dokku þarf í teppið. Garnið er mjúkt og skemmtilegt að vinna með. 
 
Teppið kemur einstaklega vel út úr þessu skemmtilega garni sem skiptir sjálft um lit. 
 
Garn: Scheepjes Whirl 1 dokka, litur 768, Sherbet Rainbow. 
Fæst í Handverkskúnst, Rokku Fjarðarkaupum og Gallerý Snotru Akranesi.
 
Heklunál: 3,5 mm
 
Stærð: 89 cm þvermál
 
Skammstafanir: Sl. – sleppa, LL – loftlykkja, L – lykkja, KL – keðjulykkja, ST, stuðull, LL-bil – loftlykkjubil
 
Hver umferð byrjar á 2 loftlykkjum og teljast þær alltaf sem fyrsti stuðull umferðarinnar, hverri umferð er svo alltaf lokað með keðjulykkju í aðra loftlykkju af þessum tveimur.
 
Fitjið upp 4 LL, tengið saman í hring með KL.
 
1. umf: Heklið 2 LL (telst sem 1 ST), heklið 11 ST inn í hringinn, lokið umf með KL. (12 ST)
2. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í sömu L, 2 ST í hverja L út umf, lokið umf. (24 ST)
3. umf: Heklið 2 LL, *sl. 1 L, heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) saman í næstu L*, endurtakið frá * að * 10 sinnnum til viðbótar, heklið 1 ST í fyrstu L umf, 2 LL, lokið umf með KL. 
4. umf: Heklið KL yfir í næsta LL-bil, heklið (2 LL, 1 ST, 2 LL, 2 ST) í LL-bilið, heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næstu 11 LL-bil, lokið umf.
5. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 1 ST, sl. 2 L, 1 ST *, endurtakið frá * að * út umf, síðasta endurtekningin endar við sl. 2, lokið umf.
6. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 1 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 2 ST, sl. 2 L, 2 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf. Athugið að héðan í frá endar síðasta endurtekningin í hverri umf við sl. 2.
7. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 2 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 3 ST, sl. 2 L, 3 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
8. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 2 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 3 ST, sl. 2 L, 3 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
9. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 3 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 4 ST, sl. 2 L, 4 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
10. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 4 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 5 ST, sl. 2 L, 5 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
11. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 4 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 5 ST, sl. 2 L, 5 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
12. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 5 ST, *heklið (2 ST, 2 LL, 2 ST) í næsta LL-bil, 6 ST, sl. 2 L, 6 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
13. umf: Heklið KL í næstu L, 2 LL, 6 ST, *heklið (1 ST, 2 LL, 1 ST) í næsta LL-bil, 7 ST, sl. 2 L, 7 ST*, endurtakið frá * að * út umf, lokið umf.
 
Umferðir 11-13 eru endurteknar til þess að stækka teppið, með hverri endurtekningu fjölgar stuðlunum. Heklið áfram þar til æskilegri stærð hefur verið náð, eða þar til garnið er búið. Í teppinu á myndinni eru 43. umferðir. Í lokin má hekla tvær umferðir af fastapinnum til þess að ramma teppið inn, en það er ekki nauðsynlegt.
 
 
Þýdd uppskrift frá Celeste Young. 
 
Heklkveðjur
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024