Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ærinnralæri með íslenskum jurtum
Matarkrókurinn 14. ágúst 2014

Ærinnralæri með íslenskum jurtum

Gott ærkjöt stendur alltaf fyrir sínu. Það er bragðmikið og með réttri eldun vekur það alltaf góða lukku í veislum. Nú er um að gera að nýta sér þær fjölbreyttu kryddjurtir sem vaxa í íslenskri náttúru og leyfa hugmyndafluginu að ráða við kryddun kjötsins. Með kjötinu er síðan kjörið að útbúa bragðgóða sósu.

Fyrir 4

  • 800 g ærinnralæri
  • 1 dós maltöl (soðið niður um ¾)
  • 2 msk. hunang
  • Krydd: Blóðberg, hvönn, birkilauf, te
  • 1 stk. ristuð sellerírót
  • safi úr 1 sítrónu
  • 2 marin hvítlauksrif
  • og 50 ml ólífuolía

Aðferð
Innralæri kryddað. Kryddið með íslensku te sem inniheldur, birki, hvönn og blóðberg eða öðru kryddi, helst kvöldið áður. Fyrirtækið Íslensk hollusta er með tilbúið bragðgott te sem er tilvalið sem krydd. Það er líka hægt að tína fersk krydd úti í náttúrunni eða nota það sem ræktað er heima við.
Grillið á vel heitu grilli í tvær mínútur á hvorri hlið eða þar til kjötið er orðið fallega brúnt. Kryddið með salti og pipar og ögn af hvítlauk í ólífuolíu.

Lækkið þá hitann á grillinu eða hækkið grillgrindina og grillið í 8-10 mín. í viðbót. Passið að snúa kjötinu reglulega á meðan. Penslið með niðursoðnu maltöli með ögn af hunangi, látið hvíla. Setjið á fat með kartöflum að eigin vali eða jafnvel grillaðri sellerírót sem er búið að pensla með olíu. Hana þarf að grilla þar til hún er hálfelduð í gegn, þá er hún skorin í þunna strimla og borðuð eins og hrásalat með ögn af salti og sítrónu og hvítlauksolíunni góðu.

  • Vorlauks engifer-
  • og sveppasósa
  • 150 g sveppir
  • 1 lítið knippi vorlaukur
  • 250 ml rjómi
  • 1 msk. smjör
  • 1 cm engifer
  • salt og pipar
  • ferskur graslaukur

Stilkur af vorlauk og sveppir saxaðir smátt. Steikt á pönnu með smjöri í nokkrar mínútur. Rjóma bætt við og þegar suða kemur upp er slökkt undir og hrært í sósunni. Saltað og piprað eftir smekk. Rífið ferskan engifer og fínsaxaðan graslauk í sósuna (best er að taka hýðið af engifernum áður með skeið, það er auðveldlega skafið af).

3 myndir:

Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...