Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Eigin kryddjurtaræktun gefur lífinu lit
Matarkrókurinn 8. maí 2014

Eigin kryddjurtaræktun gefur lífinu lit

Nú er sumarið komið samkvæmt dagatalinu og ekki seinna vænna að huga að sáningu matjurta. Það er fátt sem jafnast á við að rækta sitt eigið krydd eða grænmeti. Þeir sem vilja stytta sér leið geta þó alltaf farið á næsta bændamarkað eða orðið sér úti um góðgætið í næstu matvörubúð.

Einærar kryddjurtir
Fjölmörgum kryddjurtategundum er hægt að sá eða kaupa forræktaðar og hafa í potti yfir sumarið. Til dæmis þessar:
Dill Hægt er að rækta dill inni í eldhúsglugga og klippa af því eftir þörfum.
Kerfill er fallegur og er með gott anísbragð.
Fennel er gott sem grænmeti og fræið sem krydd. Er með anískeim. Blöðin eru notuð í salöt, kryddlegi, fiskisúpur og sósur.
Garðablóðberg. Garðablóðberg er t.d. notað í pottrétti, kryddolíur, ferskt í salöt.
Steinselja hentar í fjölmarga rétti, út á salat, til að strá yfir kartöflur og krydda smjör.
Kóríander er mikið notað í austurlenskri matargerð.
Rósmarín hentar vel að rækta í pottum eða kerjum.
Salvía hentar í súpur, sósur og fiskrétti. Sérstaklega góð með alifuglakjöti.

Fjölærar kryddjurtir
Graslaukur. Hægt að hafa úti í garði og klippa laukinn eftir þörfum.
Piparminta er notuð fersk eða þurrkuð. Getur orðið hálfgert illgresi en er hægt að halda niðri með því að laga nokkra mohito-drykki sem eru með mintu og límónu sem undirstöðu.
Ætihvönn er bragðsterkt krydd. Skera þarf ung laufblöð snemma á vorin en síðan má halda jurtinni við með því að klippa hana reglulega. Auk þess að nota blöðin fersk í salöt eða súpur.
Birki er orðið vinsæl nytjajurt, bæði sem krydd í drykki og til reykingar á kjöti og fiski.
Blóðberg þarf að nálgast uppi í móa eða kaupa forræktaða plöntu.
Villtur kerfill getur orðið illgresi en sumar tegundir eru ætar, og er ein tegundin með mjög góðu anísbragði. Falleg blöð til skrauts og salatgerðar.

Salat með sýrðri olíudressingu
Fyrir fjóra
2 msk. íslensk repjuolía
1 límóna, safi
3 msk. sítrónusafi
1 tsk. hrásykur
1 salathaus, u.þ.b. 150 g
Blandað salat
½ gúrka
graslaukur
þunnt skornar gulrætur
Hellið olíunni í skál og setjið límónusafa, sítrónusafa og hrásykur saman við. Þvoið salatið vandlega í vatni og þerrið vel. Rífið blöðin niður í smærri bita og setjið í skál. Skerið gúrkuna í sneiðar og blandið saman við salatið. Hellið dressingunni yfir skömmu áður en salatið er borið fram. Skerið gulrætur í sneiðar og dreifið yfir ásamt graslauk. Berið fram með góðu brauði eða sem meðlæti. Líka er gott að dreifa berjum yfir að eigin vali.

Granateplasalat
100 g ferskt spínat (eða annað salat))
1 granatepli (bara innvolsið notað)
1 msk. dijon-sinnep
3 msk. ferskt grænt krydd að eigin vali
2 msk hvítvínsedik
½ tsk. Maldon-salt
½ tsk. svartur nýmalaður pipar
2 dl olía
1 fennika
Hrærið sinnepi, ediki, salti og pipar saman. Hellið olíunni út í og hrærið stöðugt í. Setjið smátt saxað krydd út í. Hellið dressingunni í flösku og hristið vel fyrir hverja notkun. Skolið salat og spínat og leggið í stóra skál. Skerið fenniku í bita og setjið út í salatskálina ásamt innvolsinu úr granateplunum. Setjið dressinguna yfir salatið rétt áður en það er borið fram.

4 myndir:

Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...