Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Grillaðir sveppir og lambasalat
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 22. júní 2018

Grillaðir sveppir og lambasalat

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér er uppskrift að fersku og ljúffengu lambasalati og tveimur kökutegundum; önnur er holl og góð, en hin er bara góð.
 
Lambasalat
  • 1 tsk. púðursykur
  • 1 tsk. sítrónupipar
  • 1 msk. reykt paprikuduft
  • 1/4 bolli ólífuolía
  • 400 g lambakjöt, snyrt
  • 2 sítrónur
  • 400 g blandaðir sveppir, skornir í  þykkar sneiðar
  • 100 g blaðsellerí
  • 1 bolli kryddjurtir eða salat að eigin vali
 
Aðferð
Blandið saman  púðursykri, sítrónu­pipar, paprikudufti og ólífuolíu í skál þar til það er vel blandað saman.
 
Notið eina matskeið til að pensla létt yfir allt lambið. Þetta er kælt í klukkustund! Kreistið safa úr einni sítrónu og skerið hina í bita. Bætið sítrónusafanum við kryddblönduna, bætið svo við sveppum og hrærið vel saman.
 
Plastið og setjið til hliðar í 15 mínútur.
 
Á meðan þetta hvílir er blaðsellerí skorið fínt og sett í kalt vatn. Hreinsið vel, sigtið og þurrkið með pappír.
 
Hitið grillið og stillið á miðlungshita. Grillið lambið í fjórar mínútur á hvorri hlið, penslið með kryddlegi, og látið hvíla í tíu mínútur.
 
Grillið sveppi og sítrónubáta í álpappír í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið þar til þeir verða stökkir.
 
Skerið lambið og setjið á disk með sveppum og sellerí. Skreytið með salati og kryddjurtum. Berið fram með grilluðum sítrónubátum, grilluðu brauði og jafnvel sýrðum rjóma.
 
 
Holl hrákaka með hindberjum
 
Botn:
  • 1/2 bolli hráar möndlur (pecan hnetur eða valhnetur ganga líka)
  • 1/2 bolli mjúkar Medjool döðlur (þarf að taka steina úr)
  • ¼ tsk. sjávarsalt
Fylling:
  • 1 ½ bolli kasjúhnetur 
  • (láta þær liggja í bleyti í að minnsta kosti fimm klukkustundir, en yfir nótt er best)
  • safi úr tveimur sítrónum
  • fræin af einni vanillustöng (eða 1 tsk. vanilluþykkni)
  • 1/3 bolli kalt pressuð kókosolía, brædd
  • 1/3 bolli hunang (fast eða fljótandi, eða agavesíróp)
  • 1 bolli hindberjum (þídd ef notuð eru fryst ber)
 
Aðferð
Setjið hnetur og döðlur í matvælavinnslu með sjávarsalti og vinnið saman þar til þau eru maukuð. Þegar hráefnið hefur blandast fullkomlega saman er deigið tilbúið fyrir botninn. Smyrjið honum út í form með smjörpappír á.
 
Hitið kókosolíu og hunang í litlum potti á lágum hita þar til bráðnar. Hrærið saman.
 
Setjið allt (nema hindber) í matvinnsluvél eða blandara, vinnið eins vel saman og vélin þolir. Smá þolinmæði gerir grunninn betri. Helltu um 2/3 af blöndunni út á botninn og sléttið með spaða. Bætið hindberjum við restina af grunninum og blandið saman. Hellið ofan á fyrsta lagið af fyllingu til að gera rautt lag og skreytið með berjum. Setjið í frysti þar til það hefur harðnað.
 
Takið kökuna úr frysti 30 mínútum áður en hún er framreidd. Geymið afganginn í frystinum. 
 
Grilluð sykurpúða „s'mores“ kaka
 
Sykurpúða-samlokur, „s'mores“, eru pressaðar í eina ótrúlega köku!
  • 1 box graham kex (haust kex)
  • 4 dl rjómi 
  • 2½ bollar saxað súkkulaði
  • 1½  pakki sykurpúðar (nokkrar stærðir)
  • Hakkað súkkulaði, til að skreyta með
Aðferð
Þeytið 2 bolla af rjóma þar til hann er létt þeyttur.
 
Hitið restina af rjómanum, hellið yfir saxað súkkulaðið, það er látið bráðna. 
 
Dreifið þunnu lagi af sykurpúðum og svo lagi af graham (haust) kexi, brjótið þau niður eftir þörfum til að þau passi.
 
Dreifið lagi af súkkulaðiblöndu yfir kexið og rjóma – og svo lagskipt eftir smekk.
 
Kælið í að minnsta kosti fjórar klukkustundir eða yfir nótt þar til kexið hefur blotnað aðeins.
 
Skreytið köku með sykurpúðum og bökuðum kex-samlokum og hökkuðu súkkulaði.
 
Grillið undir grilli í nokkra sekúndur  fyrir framreiðslu.
 
Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.