Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Grís og lamb í góðum félagsskap
Matarkrókurinn 22. maí 2014

Grís og lamb í góðum félagsskap

Á sumrin er kjörið að draga fram grillið og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Þegar sólin sýnir sig er ekki úr vegi að bjóða nágrönnum í mat og njóta lífsins. Nú er tími grænmetisins að renna upp og um að gera að nýta það til fullnustu í matargerðinni. Fylgist vel með bændamörkuðum sem spretta upp á næstu vikum - þar er hægt að gera góð kaup og fá úrvalshráefni til þess að vinna með. Sumir bændur selja líka beint frá býli - skoðið vefsíðuna www.beintfrabyli.is

Beikonvafðar grísalundir með osti og skinku
1 stk. svínalund
1 pakki þykkt sneitt beikon
6 sneiðar ostur
skinka og sveppir (í fyllingu)
1 msk. Dijon sinnep
½ msk. svartur pipar
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk. hakkað ferskt eða þurrkað  estragon


Fletjið út lundina með því að skera hana eftir endilöngu eins og blað. Fyllið með osti, skinku, sveppum og hvítlauk. Penslið með sinnepinu og stráið estragoni yfir ásamt salti og pipar. Breiðið á aðra hlið börðu svínalundarinnar. Rúllið lundinni með fyllingunni í eins konar rúllupylsu.

Vefjið beikonsneiðunum kringum lundina. Gott að tryggja að beikonið losni ekki af með því að stinga tannstönglum í gegn. Beikoni er best að raða fyrst á smjörpappír eða matarfilmu og vefja þannig á auðveldan hátt utan um svínalundina.

Grillið, eða steikið á hvorri hlið. Eldið í 15 til 20 mínútur eða þar til kjöthitamælir (settur í þykkasta hlutann) sýnir 68 ºC. Takið út úr ofni/grilli og látið hvíla í 10 mínútur fyrir skurð.
Fjarlægið tannstöngla og skerið í sneiðar. Framreiðið ásamt meðlæti að eigin vali.


Píta með buffi og grænmeti
Pítusósa
2 dl grísk jógúrt
1-2 greinar fersk mynta
1 tsk. púðursykur
7–10 cm af agúrku
2-3 tsk. hunang
1 hvítlauksrif
1 tsk. salt
Smá pipar

Gúrkan er skorin í smáa bita,öllu blandað saman, kryddað til. Kælt í ísskáp þar til pítan er borin fram.


Lambabuff
400 g lambahakk
1 laukur
1 rauð paprika
2-3 hvítlauksrif
½ meðalsterkur rauður chili.
söxuð steinselja
1 tsk. kúmmin
2-3 tsk. túrmerik
Salt og pipar


Hakkið saman lauk, hvítlauk og papriku. Setjið lambahakkið í stóra skál og blandið öllu hráefninu vel saman.
Búið til buff og steikið á pönnu þar til þau eru elduð í gegn. Passið þó að ofsteikja ekki. Líka tilvalið að grilla.
Borið fram með pítubrauði, agúrku, tómötum, rauðlauk, fetaosti, sýrðum rjóma og fersku salati.
Upplagt að grilla lauk, blómkál, tómat eða papriku sem meðlæti.
Pítubrauðið er auðvelt að baka en það má líka stytta sér leið og kaupa það tilbúið út úr búð.

3 myndir:

Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...