Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kjötbollur seðja svanga maga
Matarkrókurinn 3. júlí 2014

Kjötbollur seðja svanga maga

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Kjötbollur eru gómsætar og matur sem allir elska, börn og fullorðnir. Kjötbollur er hægt að setja upp um eina deild með að setja ostabita í hverja bollu.

Ostafylltar kjötbollur
Hráefni

  • 1 pakki nautahakk
  • 3/4 bolli brauðraspur eða snakk að eigin vali (til dæmis maísflögur)
  • ½ bolli rifinn parmesan ostur
  • ½ bolli vatn
  • 2 matskeiðar kryddjurtir úr garðinum, til dæmis steinselja eða graslaukur
  • 1 egg
  • ½ tsk. saxaður hvítlaukur
  • 1 tsk. salt
  • ¼ tsk. svartur pipar
  • 2 kúlur ferskur mozzarella, sem búið er að skera í um 20 teninga

Aðferð:

  • Hitið ofninn í 175°c gráður.
  • Sameinið öll innihaldsefni í stóra skál nema mozzarella-ostinn. Blandað vel saman.
  • Skiptið blöndunni í 20 kjötbollur, hnoðið kúlur í kringum mozzarella-tening og gætið þess vel að þekja ostinn alveg.
  • Bakið í 15 til 20 mínútur eða þar til bollan er ekki lengur bleik í miðju. Berið fram strax. Gott að hafa á smjörpappír til að auðvelda þrif.

Auðvelt er  snúa þessu í ítalska veislu með æðislegum pastarétti!

Einföld ítölsk tómatsósa
Hráefni

  • 100 ml ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif
  • salt og pipar

Aðferð:

  • Sjóðið niður 10 stk. saxaða tómata um helming (hægt að nota 1 dós af söxuðum tómötum).
  • Framreiðið með pasta að eigin vali og mikið af rifnum parmesanosti á toppinn. Með þessu er gott að klippa nokkrar kryddjurtir ef þær eru til á heimilinu. Hvítlauksbrauðið er ómissandi með. 

4 myndir:

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...