Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kjúkingaborgarar með tómatyndi og hakkbollur
Matarkrókurinn 17. júlí 2014

Kjúkingaborgarar með tómatyndi og hakkbollur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Kjúklingaborgarar með „tómatyndi“ (e. relish) eru flottir á grillið eða á grilli pönnu. Þegar fólk fer að nota tómatyndi á hamborgara er erfitt að snúa aftur í vegabúllu­majóneshamborgarasósuna.Og ef fólk notar gróft brauð ætti samviskan ekki að skemma fyrir þessum bragðgóða borgara.

Í þennan rétt er hægt fara 4 stk. úrbeinuð kjúklingalæri, gott að slá létt með buffhamri og fylla með osti, það er bæði hægt að nota skinnið eða sleppa því ef fólk vill hollari rétt.

Tómatyndi

Hráefni:

2 saxaðir  plómutómatar
1 stk. saxaður rauðlaukur
½ búnt söxuð steinselja
1 jalapeno-pipar, fræhreinsaður og saxaður
1 matskeið gott edik
½ tsk.  kóríanderfræ mulin
½ tsk.  sinnepsfræ
¼ tsk. salt
ferskur pipar úr kvörn

Aðferð

Hrærið saman í  skál, tómat, lauk, steinselju, jalapenopipar ,ediki, kóríander og sinnepsfræjum, salt og pipar.

Grillið  hamborgara á olíubornu grilli á miðlungsháum hita; Lokið grillinu og eldið þangað til ekki er lengur bleikur safi inni kjötinu og  hitamælir sýnir 85 °C, um 15 mínútur.

Raðið auka meðlæti að eigin vali, til dæmis salat, paprikur og ögn af sýrðum rjóma.

Tilvalið að hugsa um heilsuna og sleppa frönsku kartöflunum og skera kaldar bökunarkartöflur í svipaðar stærðir og frönsku kartöflurnar og krydda með ólífuolíu og límónusafa, og framreiða með lárperu og kóríander til að fá sumarbragð og ferskleika.

Hakkbollur úr alifuglakjöti

Hráefni:

450g alifuglahakk (hægt að taka kjúklinga­kjöt í matvinnsluvél)
2 stk. skalottlaukar
1 egg
½ dl heilhveitibrauð raspur
Extra virgin ólífuolía
Ögn af  hakkaðri  myntu
¼ tsk. salt
Ferskmalaður pipar

Aðferð

Blandið  saman egg, brauð rasp, myntu, salt og pipar. Bætið í kjúkling og blandið vel. Með blautum höndum skiptið hrærunni í fjórðunga og búið til  4 bollur. Pressið niður í kringlótt   form eða bolla og gott er að hafa plastfilmu eða poka yfir. Hver bolla á að vera um 1 cm þykkt. Setjið í kæli í allt að 4 klst. eða vefjið í plastfilmu og frystið í loftþéttum umbúðum í allt að 2 vikur.

3 myndir:

Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...