Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nautaveisla og reyktur lax á kartöfluköku
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 5. desember 2014

Nautaveisla og reyktur lax á kartöfluköku

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er auðvelt að gera bragðgóða nautasteik og um að gera að elda ríflega því nautakjöt er fullkomið á kalda borðið til hátíðabrigða eða bara á samlokur daginn eftir. 
 
Kartöflur eru herramannsmatur og er hægt að gera meira en að borða þær soðnar. Hér á eftir er uppskrift að jólalegu kartöflusalati og kartöflukökum þar sem lax kemur við sögu. Verði ykkur að góðu!
 
Nautahryggur
Fyrir 4–6
 
Hráefni:
  • 1 stk. nautahryggur 
  • 20 g einiber
  • 20 g pipar
  • 20 g salt
  • 2 rif hvítlaukur
  • 1 chili
  • 100 g smjör eða olía 
  • mangó chutney (eftir smekk)
 
Aðferð
Nuddið kjötið með kryddblöndunni og brúnið á háum hita í nokkrar mínútur. Bætið í skornum hvítlauk og gróft söxuðum chili og setjið á álpappír eða í álbakka ásamt smjörklípu eða ögn af olíu. Látið kjötið malla við vægan hita í um 30 mín. eða eftir stærð steikarinnar og smekk. Gott er að nota kjöthitamæli en þegar kjötið er miðlungssteikt er það um 60° C í kjarna. Smyrjið með mangó chutney og ausið hvítlauknum yfir sem er búinn að eldast með í pönnu eða ofnföstu fati. Framreitt með meðlæti að eigin vali eða fersku kartöflusalati.
 
Kartöflusalat með mandarínum og sellerí
Hráefni:
  • 300 g litlar kartöflur
  • 3 msk. Dijon-sinnep
  • 100 ml majónes
  • 2 stk. mandarínur
  • 2 stönglar blaðsellerí
  • 3 sneiðar beikon 
  • 2 stk. vorlaukur 
  • Salt og ferskur malaður svartur pipar 
Aðferð
 
Sjóðið kartöflur, látið malla í 10 til 15 mínútur, þar til soðnar að fullu. Setjið kartöflur í skál og látið þær kólna.
 
Blandið saman dijon-sinnepi, majónesi, beikoni og vorlauk. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk, skreytið með mandarínum og blaðsellerí (sem gott er að skera með grænmetisflysjara).

Kartöfluröstí með reyktum laxi.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kartöfluröstí með reyktum laxi
Hráefni:
 
  • 3 miðlungs skrældar kartöflur, rifnar fínt með rifjárni
  • 1 létt þeytt egg
  • 2 matskeiðar hveiti
  • 20 g brætt smjör
  • 1 msk ólífuolía
  • Salt og pipar  
  • Sýrður rjómi
  • Sneiddur reyktur lax 
  • Ferskt dill 
  • Lárpera til skrauts
 
Aðferð
Setjið  kartöflur í sigti og kreistið út alla safa. Sett í skál, bætið í eggi, hveiti og bræddu smjöri. Kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu yfir miðlungsháum hita. Setjið svo kartöflublöndu og fletjið örlítið með spaða, hér kemur teflon-panna sterk inn svo festist ekki við pönnuna. Eldið í 1–2 mínútur á hvorri hlið eða þar til gullinn brúnn litur er kominn á kökuna. Endurtakið með restina af kartöflublöndunni og látið kólna örlítið. Toppið hverja kartöflu röstí með doppu af sýrðum rjóma, sneiddum reyktum laxi. Ferskt dill og lárpera til skrauts. Kryddið með svörtum pipar.

2 myndir:

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...