Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Pönnukökur, lárpera og bakað grasker
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 16. apríl 2018

Pönnukökur, lárpera og bakað grasker

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér eru gómsætar pönnukökur sem eru fylltar með hnetusmjöri og hægt að gera glúteinlausar og vegan. 
 
Pönnukökur með hnetusmjörfyllingu 
  • 1 „hörfræegg“ eða venjulegt egg ef ekki á að vera vegan. Hörfræ egglíki 
  • í bakstri er gert með því að vinna saman hörfræ og vatn.
  • 1 msk. kókosolía, brædd
  • ½ tsk. hreint vanilluþykkni
  • 3/4–1 bolli mjólk eða vegan mjólk (kókos, möndlu eða soja)
  • 2–3 msk. agavesíróp eða hlynsíróp 
  • (eða hunang fyrir ekki þá sem ekki eru vegan) – eða bara sykur fyrir þá sem kjósa það
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsóti
  • 1 msk. náttúrulegt saltað hnetusmjör (stökkt eða mjúkt)
  • Klípa af salti
  • ½ bolli hveiti eða annað mjöl, eins 
  • og kókos, kjúklingabaunahveiti eða maíssterkja
  • ¼ bolli möndlumjöl 
  • 2 msk. ósykrað kakóduft
Aðferð
Grunnhlutföllin til að búa til vegan-egg er ein matskeið af hörfræjum og þrjár matskeiðar af vatni, í staðinn fyrir eitt venjulegt egg. Þú þarft að mala hörfræið í fínt duft með því að nota kaffi- eða kryddkvörn.
 
Hitið pönnukökupönnu á miðlungs hita (þú vilt að yfirborðið sé heitt en ekki mjög heitt – ekki ætti að rjúka úr olíunni þegar hún kemst í snertingu við yfirborðið).
 
Í matvinnsluvél eða blandara er hörfræjum og vatni blandað saman og látið setjast svo í eina mínútu eða tvær. Þá er hægt að bæta við bræddri kókosolíu, agavesírópi (eða hunangi/hlynsírópi), matarsóda, lyftidufti, salti, vanilluþykkni og mjöli til að binda allt saman. Þetta er þynnt út með möndlumjólk (byrja með 3/4 bolli og bæta svo við deigið ef þess þarf) og blandið vel saman.
 
Smakkið og sjáið hvort það þarf meira agave eða sætu. Skiptið deiginu í tvennt og setjið kakóduft í aðra skálina og hnetusmjör í hina. Blandið saman með sleif. Bætið við möndlumjólk ef hnetusmjörið hefur gert grunninn of þykkan. 
 
Setjið tvær skeiðar af hvoru deigi á pönnukökupönnu. Steikið þar til pönnukakan er orðin þurr á kantinum og loftbólur hafa myndast í miðjunni. Snúðu þá pönnukökunni varlega við. Eldið fyrst í tvær mínútur á fyrri hliðinni og snúið svo við og eldið í eina mínútu á seinni hliðinni. Úr þessu fást um 5–6 stórar pönnukökur.
 
Skreytið með súkkulaði og hnetusmjöri.
 
 
Lárperu egg og beikon
  • 1 miðlungs lárpera (avókadó)
  • 2 egg
  • 1skammtur beikon
  • 1 sneið ostur
  • Klípa af salti
Aðferð
 
Hitið ofninn í 180 gráður.
 
Byrjið með því að skera lárperuna í tvennt og fjarlægja steininn.
 
Með skeið skaltu rífa lárperu-kjötið úr, svo er það kryddað með smá sítrónusafa, eða lime-safa, salti, pipar og bætið við hrærðu eggi. Setjið í muffins-form til að lárperan verði stöðugt í ofninum meðan hún eldast.
 
Bakið eftir smekk og framreiðið með osti og klípu af salti – ásamt stökku beikoni.
 
Eldið í 4–6 mínútur. 
 
Svo er lárperan líka góð fersk með eggi til hliðar.
 
 
Bakað grasker með steiktum þorski
  • 8 msk. smjör (eða eftir smekk)
  • 1/2 grasker (eða sætar kartöflur, skrældar og skornar í þykkar sneiðar) bakað heilt og innvolsið tekið úr með skeið
  • Salt og fersk malaður svartur pipar
  • 1 þorskflak, skorið í 2 eða 4 bita
  • 2 matskeiðar balsamik- eða sherryedik
Hitið ofninn í 200 gráður. Bræðið smjörið í litlum potti.
 
Setjið tvær matskeiðar af bræddu smjöri á steikarpönnu og setjið graskerið ofan á. Kryddið með salti og pipar og penslið með tveimur matskeiðum af smjöri ofan á. Bakið án þess að snúa í 20 til 30 mínútur, eða þar til graskerið er orðið mjúkt. 
 
Um það bil 5 mínútum áður en graskerið er klárt er loðfrí panna hituð að miðlungs háum hita í um það bil 2 mínútur; bætið við tveimur matskeiðum af smjöri. Það má strá smá hveiti á þorskstykkin og kryddið með salti og pipar. Setjið á pönnu en snúið bara einu sinni þar til fiskurinn er brúnaður á báðum hliðum og er eldaður í gegn. Setjið fiskinn á fat með graskerinu, hellið öllum safanum og smjörinu í pott og bætið smá ediki eða sítrónusafa við og framreiðið með sem sósu.
Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.