Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Síðsumars kjúklingaveisla
Matarkrókurinn 28. ágúst 2014

Síðsumars kjúklingaveisla

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Það er hægt að matreiða kjúkling á ótal vegu og spennandi að prófa framandi krydd og eldunaraðferðir. Útigrill landsmanna eru víða funheit þessa dagana og þá er um að gera að grilla góðan kjúkling. Nú er hægt að kaupa kjúkling bæði ferskan og frosinn, jafnvel foreldaðan. Nýjung hjá bændum sem vert er að gefa gaum er kjúklingur sem alinn er að hluta á útisvæði.

Teriyaki-marineraður kjúklingur á spjóti
Hráefni

  • 600 g kjúklingur
  • 90 ml teriyaki-sósa
  • 10 ml hunang
  • 5 g hvítlaukur
  • 8 spjót

Aðferð
Hvítlaukurinn er rifinn með rifjárni. Kjúklingur skorinn í strimla. Teriyaki, hunangi og
hvítlauk blandað saman og látið standa í 20 mín. Kjúklingakjötið sett á spjót og ofan í skálina með marineringunni. Látið standa í 1½ klukkustund. Tekið upp úr leginum og sett inn í 200 gráðu heitan ofninn í 12 mínútur eða brúnað á grilli.

Borið fram með nýju rótargrænmeti bökuðu í álpappír og stökku beikoni.


Kjúklingaleggir BBQ
Hráefni

  • 8 stk. kjúklingavængir
  • 2 tsk. svartur pipar
  • 1 tsk. sæt chilisósa
  • 1 tsk. ostrusósa
  • 1 tsk. Cayenne-pipar
  • 4 tsk. paprikuduft
  • 2 tsk. fennelduft
  • 1 tsk. salt
  • 2 msk. púðursykur

Aðferð
Myljið svarta piparinn í kvörn þar til hann verður að fínu dufti. Blandið ostrusósunni og sætu chilisósunni, ásamt Cayenne-piparnum, paprikuduftinu, sinnepsduftinu, saltinu og púðursykrinum saman við. Nuddið kryddblöndunni á vængina og marinerið í 2 klst.

Eldið kjúklingavængina í 20 mín. á 210 °C eða á grilli.

Kjúklingavængir með asísku bragði
Hráefni

  • 600 g kjúklingavængir
  • 3 vorlauksstönglar, niðurskornir   (til skrauts)
  • 1 rauður chili, niðurskorinn
  • 2 hvítlauksgeirar, kreistir
  • 1 tsk. engifer, saxað
  • 1 msk. matarolía, til steikingar

Kryddlögur

  • vorlaukar, niðurskornir
  • 4 msk. sojasósa
  • 2 msk. fiskisósa
  • 1 tsk. sesamolía
  • 1 tsk. hunang
  • smávegis af þurrkryddum eins og   anís eða kóríander

Aðferð
Leggið kjúklinginn í kryddlöginn og inn í ísskáp, helst yfir nótt . Hellið kryddleginum í skál og setjið til hliðar. Hitið grillið. Steikið á heitu grilli í 20 mín. Það þarf að snúa oft því sætur gljáinn getur brunnið.
Hellið kryddleginum út í pott og sjóðið upp, bætið við hvítlauk og engifer. Penslið vængina með vökvanum í 5-20 mínútur þar til kjötið er orðið mjúkt. Gott að nota vægari hita á grillinu. Snúið reglulega við.
Berið kjúklingavængina fram á diski og skreytið með vorlauknum sem eftir er. Gott að föndra smá álpappír á vængendana í upphafi til að forðast klístur við framreiðslu.

5 myndir:

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...