Vegan heilsupitsa með grænmeti
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Socca pitsa (vegan og glútenlaus) er upprunnin frá Ítalíu og er mjög einföld í matreiðslu.
Deigið er búið til með því að blanda kjúklingabaunahveiti/garbanzo-baunamjöli saman við vatn og smá ólífuolíu, sett á pönnu og bakað við háan hita.
Þið getið fundið kjúklingabaunahveiti í betri matvörubúðum eða í Asíu, matvörumarkaði.
Þetta er örugglega ljúffengasta og fljótlegasta glútenlausa pitsan sem hægt er að elda.
Socca pitsa
- 2 msk. ólífuolía
- 1 bolli kjúklingabaunamjöl
- 1 bolli af vatni
- 1/2 tsk. hvítlauksrif eða duft
- 1 tsk. blandað þurrkað ítalskt krydd eins og basilika, oregano og fleira.
- Salt og pipar eftir smekk
- Fljótleg pitsasósa
- 1/2 bolli maukaðir tómatar (passata)
- 2 msk. tómat púrra
- 1/2 rauðlaukur
- 3 hvítlauksrif
- 1 msk. þurrkaðar ítalskra kryddjurtir
- Álegg
- Veganostur
- Fersk söxuð basilika
- Saxað grænmeti af vali – ég notaði rauðlauk og pipar
Aðferð
Hægt er að íslenska pitsuna með að nota steikt lambahakk og majónes – og nota ferska renninga af grænmeti, sem er skorið með grænmetisflysjara.
Notið stóra, kringlótta pitsupönnu eða ofnfasta pönnu með loðfrítt yfirborð.
Blandið saman í miðlungsstórri skál einni matskeið af olíu, kjúklingabaunamjöli, vatni og kryddjurtum. Hrærið þar til þetta er alveg slétt og fínt.
Hellið deiginu á heita pönnuna og hallið til að ganga úr skugga um að því sé jafnt dreift um pönnuna. Eldið í 10 mínútur í ofninum eða þar til það er orðið gullið og örlítið stökkt. Takið þá úr ofninum en hadið ofninum heitum. Það má líka steikja deigið eins og pönnukökur á báðum hliðum.
Á meðan deigið bakast gerið þið pitsasósu með því einfaldlega að blanda hráefninu í blandara þangað til sósan er orðin mjúk og slétt. Dreifið henni svo yfir botnana.
Stráið veganosti yfir sósuna (eða íslenskum úrvalsosti) og grænmeti ofan á (líka gott að setja það ferskt þunnt skorið eftir bakstur). Bakið aftur í 5–10 mínútur. Skerið í sex sneiðar og njótið!
Andalæri og franskar kartöflur (Confit)
Confit er frönsk aðferð við að elda kjöt eða grænmeti í fitu – og oftast andafitu. Slíkir réttir eru vinsælir á frönskum kaffihúsum. Hugmyndin er að elda öndina í eigin fitu svo kjötið losni af beinunum. Svo er tilvalið að sigta fituna, blanda við olíu og djúpsteikja franskar kartöflur í því.
Hráefni
- 1/4 bolli gróft salt
- 250 ml vatn
- Svartur pipar úr kvörn, um 12 pipar- korn
- 2 greinar garðablóðberg
- Hvítlauksrif marin eða söxuð
- 1 lárviðarlauf
- 1/2 tsk. mulin kóríanderfræ
- 6 andalæri (Líka er hægt að kaupa tilbúin í dós eða úr frosti. Þá þarf ekki salt því þau eru tilbúin elduð).
- Ólífuolía eftir þörfum
Aðferð
Blandið saltinu og vatninu saman í stóran plastpoka (eða í stórri skál) og hrærið þar til saltkristallarnir eru leystir upp.
Bætið piparkornum við, garðablóðbergi, hvítlauk, lárviðarlaufi, kóríander og svo andalærunum. Takið pokann og setjið á pönnu eða í skál (til að koma í veg fyrir hugsanlegan leka) og geymið í kæli í 24 klukkustundir.
Takið andalærin úr pokanum fyrir eldun og skolið með köldu rennandi vatni. Látið þorna með pappírsþurrku. Forhitið ofninn í 4 til 5 mínútur og setjið hitann á 200 gráður.
Steikið öndina í 30 mínútur, eða þar til andafitan byrjar að leka úr. Lækkið hitastigið niður í 150 gráður (gæti þurft að bæta við ólífuolíu svo fljóti yfir). Snúið andalærunum þannig að fitan snúi upp og eldið áfram í tvær klukkustundir. Takið lokið af og brúnið aðeins undir grillinu í ofninum (passið að taka umfram fitu af og notið til að steikja franskar kartöflur með. Látið standa aðeins og berið svo fram með brúnum frönskum kartöflum og majónes-hrásalati.
Geymið andafituna til að nota í eldamennsku á grænmeti, kjöti og jafnvel fiski.