Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ragnar Þorsteinsson sauðfjárbóndi.
Ragnar Þorsteinsson sauðfjárbóndi.
Líf&Starf 5. janúar 2016

Sauðfjárbóndinn í Sýrnesi gefur út dagatalið Íslensk lömb

Nýverið kom út dagatalið „Íslensk lömb -  2016“  og er það í annað sinn sem Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi og ljósmyndari, gefur út dagatal sem er tileinkað íslenskun lömbum. Í því eru stórar og fallegar andlitsmyndir af lömbum  í sínu náttúrulega umhverfi, áður en þau eru merkt og mörkuð búi og bónda. Ragnar er með um 300 kindur í húsi, „rétt ofan við meðaltalið“, segir hann. 
 
„Ég gerði tilraun með útgáfu dagatals í fyrra og hef svo verið að þróa hana áfram,“ segir Ragnar, en hann hefur áður um langt árabil útbúið dagatal fyrir fjölskyldu sína og er því ekki nýgræðingur á þessu sviði.  
Útgáfan nú hefur vakið athygli, en fólk víða um land hefur pantað lambadagatal.
 
„Og svo er ég í örlitlum útflutningi líka,“ segir hann, en undanfarið hafa honum borist pantanir frá Noregi.
 „Norska sauðfjárkynið er náskylt því íslenska og þetta virðist hafa hitt þar í mark.“
 
Fráleitt gróðasjónarmið sem ræður för
 
Ragnar segir að einkum og sér í lagi hafi fólk spurnir af dagatali hans í gegnum fésbókina, „án  hennar væri þetta líklega ekki mögulegt, það er lítið fé til reiðu í markaðsstarf og auglýsingar,“ segir Ragnar og bætir við að það sé fráleitt gróðasjónarmið sem ráði för, „við erum lítið á því rólinu, sauðfjárbændur, við kunnum ekkert að græða peninga.“
 
„Maður veit ekki neitt nema að prófa sig áfram og það er um að gera að reyna eitthvað nýtt, sýna framþróun en standa ekki kyrr alltaf í sömu sporum,“ segir Ragnar.
 
Hann tekur myndir á hverjum degi, „fólk, fé og firnindi“, segir hann spurður um hvað hann helst myndi. „Það er náttúran hér í kring og fólk, bara það sem er í sigtinu hverju sinni.“
 
Saklausu lömin höfða til margra
 
Í dagatali Ragnars eru merktir inn hefðbundnir helgi- og frídagar, en þar eru líka upplýsingar um hvenær jólasveinar koma til byggða, gömlu mánaðaheitanna er getið auk ýmissa annarra daga er tengjast landi og þjóð.
 
Stærð dagatalsins er A4, portrait, 13 bls. prentað öðrum megin, og framleitt á Íslandi. Dagatalið höfðar til margra hvort sem er barna eða eldra fólks, stórar myndir af saklausu fallegu ungviði auk þjóðlegs fróðleiks. Ragnar segir dagatalið prentað í takmörkuðu upplagi, Þetta er ódýr og falleg gjöf sem gleður á hverjum degi í heilt ár,“ segir hann. Áhugasamir geta skoðað fésbókarsíðu Ragnars; www.facebook.com/lambidmitt  eða sent póst á netfangið lambidmitt@gmail.com.

3 myndir:

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...