Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kristinn F. Árnason, fyrrver­andi bússtjóri í Hrísey og einn eigenda Holda, stóð í ströngu á dögunum þegar allir nautgripir voru fluttir úr eynni og upp á land.
Kristinn F. Árnason, fyrrver­andi bússtjóri í Hrísey og einn eigenda Holda, stóð í ströngu á dögunum þegar allir nautgripir voru fluttir úr eynni og upp á land.
Mynd / Ásgeir Magnússon
Fréttir 4. janúar 2016

40 ára sögu Galloway í Hrísey lokið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Allri einangrun dýra hefur verið hætt í Hrísey, en starfsemi af því tagi hefur verið í eynni í 40 ár, frá árinu 1975 þegar þangað voru flutt naut af Galloway-kyni. Þar var einnig um 17 ára skeið starfsemi á vegum Svínaræktarfélags Íslands og loks var þar einnig rekin einangrunarstöð fyrir gæludýr.  Starfsemi af þessu tagi hefur verið lögð niður, en síðustu nautgripirnir voru seldir og fluttir upp á fastalandið í lok nóvember.
 
Kristinn F. Árnason, fyrrverandi bússtjóri í Hrísey og einn fjórmenninga sem áttu félagið Holda, sem á liðnum árum hefur verið með nautgriparækt í Hrísey, segir að alls hafi 49 gripir, kálfar og fullorðnir verið í eynni. Þeir voru seldir „á góðan bæ í Þingeyjarsýslu,“ eins og hann orðar það og eru nú þangað komnir. „Þar með var þessari sögu lokið, hún hófst fyrir 40 árum, árið 1975 þegar fyrstu Galloway-gripirnir komu hingað.  Síðan hafa einnig komið gripir af tegundinni Angus og Limosine og í þeim hópi sem fluttur var í land um daginn voru líka blendingar af þessum tegundum.  Allt kostagripir,“ segir Kristinn. Félagið Holdi hefur haft um 40 ha tún til umráða og annast þar heyöflun fyrir sína starfsemi, en Kristinn segir að Akureyrarbær eigi túnið og óvíst hvað við það verður gert nú.
 
Húsin standa tóm
 
Ríkið á fjós og fleiri eignir í Hrísey, samtals upp á tæplega 750 fm og hafa þær verið auglýstar til sölu. Þá á Svínaræktarfélagið um 400 fm húsnæði í eynni og gæludýrastöðin var rekin í um 200 fm húsnæði.  Engin starfsemi fer nú fram í því húsnæði sem nýtt var í Hrísey í þessu skyni. Gæludýrastöðinni var lokað á liðnu hausti, en eftirspurn hafði dregist mjög saman eftir að sams konar stöð var reist í námunda við Keflavíkurflugvöll  fyrir nokkrum árum. Svínaræktarfélagið var með starfsemi í sínu húsi um 17 ára skeið.  Svín voru flutt inn frá Noregi í því skyni að kynbæta íslenska stofninn og í eitt sinn frá Finnlandi. Sú starfsemi hefur verið aflögð.
Kristinn sinnir daglegum störfum á Akureyri og félagar hans í Holda eru einnig í annarri vinnu hér og hvar, þannig að búskapurinn var rekinn samhliða öðru.
 
Bæði léttir og eftirsjá
 
„Að því leyti er ákveðinn léttir að hafa lokað þessu, en auðvitað í leiðinni líka eftirsjá, þetta var ágætt tímabil og margir sem þekktu til Hríseyjar út af þessari starfsemi,“ segir Kristinn. 

6 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...