Aðalfundur Landssambands kúabænda settur - sýndur beint
Aðalfundur Landssambands kúabænda 2016 var settur í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar í Reykjavík núna klukkan 10.00.
Um afmælisfund er að ræða þar sem Landssamband kúabænda (LK) fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir.
Líkt og í fyrra verður Fagþing nautgriparæktarinnar haldið samhliða aðalfundinum og er stefnt að setningu þess kl. 12.30 í áðurnefndum fundarsal ÍE.
Dagskrá aðalfundarins og Fagþingsins er að finna hér, en bent er á að afmælisfundurinn er sýndur í beinni útsendingu í gegnum vefinn naut.is.
Fundinum verður fram haldið á morgun á Hótel Sögu, en þá verður nýr formaður LK kosinn . Tveir hafa gefið kost á sér; Arnar Árnason frá Hranastöðum og Jóhann Nikulásson frá Stóru-Hildisey.
Fundargestir við setningu aðalfundarins í morgun.