Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ætlum við að verja okkar landbúnaðarframleiðslu?
Mynd / Hkr.
Fréttir 27. maí 2022

Ætlum við að verja okkar landbúnaðarframleiðslu?

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson

Á dögunum var kynnt fyrir ríkisstjórn tillögur og greinargerð Landbúnaðar­háskóla Íslands að fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögurnar eru af ýmsum toga og snúa m.a. að því að meta með reglubundnum hætti skilyrði fyrir fæðuöryggi með alþjóðlegri aðferðafræði, meta útkomu fæðuöryggis út frá heildar­fæðuneyslu á íbúa, móta sérstaka fæðuöryggisstefnu út frá lagalegri ábyrgð innlendra stjórnarstofnana svo fátt eitt sé nefnt.

Þá er í tillögunum bent á að ásættanleg fjárhagsleg afkoma bænda sé ein af undirstöðum fæðuöryggis sem þurfi að huga að ásamt því að styrkja sem best jarðrækt á Íslandi, hvort sem um er að ræða gras- eða kornrækt, útiræktun eða ylræktun. Þetta sjónarmið er afar mikilvægt í þessu samhengi.

En ætlum við í alvörunni að verja okkar landbúnaðarframleiðslu?

Hinn 4. apríl sl. framlengdi ráðherra land­búnaðar­mála heimildir til að nýta úthlutaðan tollkvóta um tvo mánuði. Umrædd breyting á reglugerð með veittri heimild átti sér stað á einni nóttu. Í framhaldinu óskuðu Bændasamtökin eftir rökstuðningi hvort og með hvaða hætti ráðuneytið hafi kannað markaðinn og birgðastöðu í landinu sem er forsenda þess að stjórnvald taki upplýsta og rökstudda ákvörðun, m.a. í þessu máli.

Þann 23. maí kom svar frá ráðuneytinu um að erindi Félags atvinnurekenda með beiðni um lengingu tímabilsins hafi verið það eina sem lagt var til grundvallar ákvörðuninni. Hvorki fór fram greining á markaðnum né staða á birgðahaldi. Niðurstaðan er því sú að tímabilið hafi verið framlengt því að erfiðlega hafi gengið að fá vörur á ásættanlegu verði í útlöndum.

Er það svona sem við ætlum okkur að verja okkar landbúnað?
Aukið fjármagn til að efla fæðuöryggi þjóða – en ekki á Íslandi

Flestar þjóðir í kringum okkur líta á afkomu landbúnaðarins sem mikilvægan hlekk í sinni fæðuöryggisstefnu. Þannig hafa fjölmargar þjóðir nú þegar lagt til aukið fjármagn til landbúnaðar til að koma í veg fyrir hrun í matvælaframleiðslu, fjármagn sem kemur til viðbótar því fjármagni sem sett var í landbúnaðinn til að bregðast við áburðarverðshækkunum í byrjun árs.

Í liðnum aprílmánuði ákvað finnska ráðherranefndin, sem fjallar um neyðar­viðbúnað, að setja 300 milljónir evra til styrktar innlendri matvælaframleiðslu. Pakkinn inniheldur m.a. greiðslur til að styðja við lausafjárstöðu bænda og langtímaaðgerðir, þ.á m. 27 milljónir evra til bygginga á eldishúsum svína og alifugla; til byggingar gróðurhúsa og geymslu grænmetis- og garðyrkjuafurða, í hreindýrarækt og sjávarútveg og um 45 milljónir evra til lækkunar á orkuskatti.

Í Noregi hafa bændur og stjórnvöld nýlega lokið samningaviðræðum um landbúnaðar­stuðning fyrir 2022-2023. Síðustu ár hafa norskir bændur setið eftir í tekjuþróun saman­borið við aðrar greinar. Nú er önnur staða uppi. Stjórnvöld koma annars vegar til móts við bændur um að bæta þeim versnandi kjör síðustu ára og koma þar að auki að fullu til móts við bændur þannig að þeim kostnaðarauka sem nú blasir við bændum verði að fullu mætt með afurðaverði og opinberum stuðningi.

Alls mun stuðningur við norska bændur aukast um 10,9 milljarða norskra króna og hækkun á afurðaverði skilar norskum bændum auknum tekjum upp á 1,5 milljarða norskra króna á samningstímabilinu.

Reglum um ríkisaðstoð breytt innan ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur kynnt áætlun um hvernig ESB getur tryggt aðgang að matvælum í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. ESB mun leyfa framleiðslu matvæla á hluta svæða sem höfðu áður verið frátekin fyrir lífrænan landbúnað. Um er að ræða 5% af því landbúnaðarsvæði þar sem óheimilt er að nota skordýraeitur og jarðefnaáburð og þar sem framleiðsla er háð strangari skilyrðum. Reglum um ríkisaðstoð innan ESB hefur einnig verið breytt þannig að aðildarríkin geta stutt landbúnað með allt að 35.000 evrum í ríkisaðstoð til fyrirtækja í landbúnaðarrekstri, sem verða fyrir barðinu á kreppunni. Hámarkið var áður 20.000 evrur.

Staðan á Íslandi

Árið 2021 varð gífurleg hækkun á áburði í heiminum vegna hækkunar á orkuverði. Bændasamtökin áætla að áburðarreikningur íslenskra bænda árið 2022 hafi hækkað um 2.500-3.000 milljónir milli ára. Stjórnvöld hér á landi veittu 650 milljónir í stuðning til bænda, fyrr á þessu ári, til að koma til móts við þessa stöðu.

Á þessu ári hafa aðföng í landbúnaði haldið áfram að hækka og sér vart fyrir endann á þeirri þróun. Þannig eru flestar rekstrarvörur að hækka um 20-40% milli ára. Þar er hækkun á kjarnfóðri að koma sérstaklega illa við bændur sem er í sumum tilvikum um 30-60% rekstrarkostnaðar viðkomandi rekstraraðila. Það ríkir því mikil óvissa um afkomu bænda, sem sumir hverjir sjá ekki annað í stöðunni en að draga saman í sinni framleiðslu eða hætta. Mikilvægt er að eyða þessari óvissu sem fyrst.

Bændur þurfa strax að fá skýr svör um afurðaverð og stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum til að viðhalda framleiðslugetu íslensks landbúnaðar. Um það snýst fæðu­öryggi fyrst og fremst.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...