Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
„Það er eins og öllum sé drullusama um íslenskan landbúnað,“ segir Þórólfur Ómar Óskarsson, sem hyggst hætta kúabúskap.
„Það er eins og öllum sé drullusama um íslenskan landbúnað,“ segir Þórólfur Ómar Óskarsson, sem hyggst hætta kúabúskap.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. október 2023

Allt sem gæti farið í laun fer í að borga vexti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þórólfur Ómar Óskarsson, kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, sér enga framtíð í landbúnaði eins og vaxtaumhverfið er núna og sér fram á að hætta búskap. Hann hefur rekið búið með eiginkonu sinni frá 2012.

„Ég er búinn að gera upp hug minn – ég mun ekki verða bóndi áfram nema ég geti byggt upp búið. Ég er bara 36 ára gamall og get farið að gera eitthvað annað,“ segir Þórólfur. Stöðug uppbyggingar­ og viðhaldsþörf fylgi búskap, en hann sér ekki fram á að geta haldið áfram uppbyggingu eins og vextir eru núna. Þórólfur verður með erindi á baráttufundi Samtaka ungra bænda sem greint er frá hér á síðunni.

„Það er engin afkoma í greininni – það er ekkert eftir. Til hvers erum við þá að þessu? Það er engin framtíð í þessu og við ætlum ekki að láta bjóða okkur þetta endalaust. Það er engin nýliðun í svona umhverfi og ég óska engum að fara út í landbúnað eins og staðan er í dag – og ráðlegg engum að gera það,“ segir Þórólfur með áherslu.

„Ég er ekki tilbúinn að fórna fjölskyldulífi áfram. Ég vanræki vinina, ég vanræki öll mín áhugamál, vanræki fjölskylduna, hjónabandið og heimilislífið af því að ég er alltaf að vinna. Þetta er óboðlegt og ósanngjarnt.“ Bæði hjónin eru með fulla vinnu af búskapnum og segir hann ekkert svigrúm til að sækja vinnu utan bús, enda álagið mjög mikið.

Landbúnaður fjárfrekur rekstur

„Óverðtryggðir vextir hafa hækkað um rúmlega hundrað prósent. Það þýðir að eitthvað sem kostaði mig hundrað þúsund krónur að skulda fyrir tveimur árum síðan kostar tvö hundruð þúsund að skulda í dag. Þegar þú ert í rekstri sem er fjárfrekur, eins og kúabúskapur og allur landbúnaður í sjálfu sér, þá bítur svona helvíti fast.“

Þórólfur segir vandamál bænda ekki vera að virði búanna sé komið undir skuldirnar, heldur sé lausafjárvandinn gríðarlegur.

„Það fer allt sem mögulega gæti farið í að borga sér laun eða vera með einhvern í vinnu í að borga vexti.“

Hann kallar eftir því að bændum verði boðið að taka lán á vaxtakjörum öðrum en þeim sem stýrivextir Seðlabankans segi til um. Þær lausnir sem bankarnir bjóði, þ.e. að lengja í lánum eða breyta yfir í verðtryggt, séu ekki aðlaðandi. Þórólfur fullyrðir að hvergi í Evrópu búi bændur við jafn óhagstæð lánakjör. „Þetta erum við að keppa við í innflutningi. Það er eins og öllum sé drullusama um íslenskan landbúnað.“

Vanfjárfesting í landbúnaði

Þórólfur hóf búskap árið 2012 í félagsbúi með foreldrum sínum, en í Grænuhlíð er stórt kúabú með nálægt 450 þúsund lítra mjólkurframleiðslu á ári. Tveimur árum síðar keyptu ungu hjónin allan búreksturinn og fóru í kjölfarið í töluverða uppbyggingu. Því fylgdi hagræði en hann sér ekki fram á að geta haldið áfram frekari uppbyggingu. „Ef eitthvað er, þá er vanfjárfesting í landbúnaði. Bændur standa frammi fyrir því að þurfa að endurnýja mikið af fjósum ef á að halda uppi sömu framleiðslu.

Það þarf að viðhalda fjárfestingu í greininni og það að bændur hafi offjárfest er della. Við búum við strangar kröfur í aðbúnaði dýra, sem er gott og blessað. Ég held að það hefði þurft að fylgja þessum kröfum sem voru settar á sínum tíma meiri peningar til uppbyggingar.“

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...