Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Alvöru vambir í boði í verslunum
Mynd / HKr.
Fréttir 2. október 2015

Alvöru vambir í boði í verslunum

Höfundur: smh
Bæði Sláturfélag Suðurlands og SAH Afurðir verka vambir í yfirstandandi sláturtíð. 
Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Júlíussyni hjá Kaupási er boðið upp á þrjár kalóneraðar vambir saman í poka á sláturmörkuðum í Krónunni á Selfossi og Nóatúni í Austurveri. SAH Afurðir selja vambir í verslun sinni á Blönduósi og ætla að eiga vambir til sölu í samræmi við þá eftirspurn sem er. 
 
SS aftur byrjað að kalóna vambir
 
Kaupás fær sínar vambir frá Sláturfélagi Suðurlands sem er aftur farið að kalóna vambir eftir árs hlé. 
Í sláturtíðinni í fyrra heyrðust háværar óánægjuraddir neytenda með það að ekki væri hægt að fá alvöru vambir í verslunum. SAH Afurðir á Blönduósi brugðust við og undir lok sláturtíðar var hægt að fá vambir frá Blönduósi á tilteknum sláturmörkuðum Krónunnar. 

Skylt efni: Vambir

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...