Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ályktun Landssambands kúabænda um fulla opnun tollkvóta á sérosti
Fréttir 31. ágúst 2016

Ályktun Landssambands kúabænda um fulla opnun tollkvóta á sérosti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Landssambands kúabænda skorar á stjórnvöld og Alþingi að standa vörð um íslenskan landbúnað með því að tryggja að innleiðing aukins tollkvóta verði með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

Í áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um búvörulög eru birtar tillögur þess eðlis að tollkvóti fyrir upprunamerktan ost frá ESB sé opnaður að fullu af Íslands hálfu strax á fyrsta ári, en ekki í skrefum á fjórum árum eins og kveðið er á um ísamningi Íslands og ESB. Hér er tekin einhliða ákvörðun án þess að nokkuð komi á móti af hálfu ESB.

Í nefndaráliti meirihluta utanríkisnefndar um samning þann segir: “…sjá [má] að ostur sker sig að nokkru úr þar sem samningurinn gerir ráð fyrir talsvert hærri kvóta en sem nemur árlegum innflutningi síðustu ár.”

Stjórn LK mótmælir þeirri breytingu meirihluta atvinnuveganefndar að aukinn tollkvótifyrir upprunamerktan ost sé opnaður að fullu áður en samningur við ESB tekur gildi og algjörlega einhliða þannig að Ísland fái ekki útflutningskvóta á móti. Með þessu er verið að auka innflutning á landbúnaðarafurðum án þess að innlendir aðilar hafi tækifæri til að flytja út vörur á móti. Í samningum við ESB var samið um gagnkvæma kvóta og því afar óeðlilegt af meirihluta atvinnuveganefndar að ákveða breytingar þannig að tollkvóti ESB sé opnaður strax en útflutningur á íslenskum vörum til ESB verði í áföngum yfir nokkurra ára tímabil. Að mati LK er ekki verið að verja íslenska hagsmuni með þessum hætti

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...