Angus-fósturvísarnir komnir til landsins
Höfundur: Baldur Helgi Benjamínsson
Laugardaginn 11. nóvember sl. komu hingað til lands 40 fósturvísar af Angus-holdanautakyninu. Fyrirhugað er að setja þá upp á næstu vikum í kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands ehf. á Stóra-Ármóti í Flóa.
Það félag er í jafnri eigu Bændasamtaka Íslands, Búnaðarsambands Suðurlands og Landssambands kúabænda. Markmiðið með þessu verkefni er að skjóta styrkari stoðum undir íslenska nautakjötsframleiðslu en Angus-kynið þykir hentugt beitarkyn, með léttan burð, góða flokkun og rómuð kjötgæði.
Sjá nánar um stöðina á bls. 4 í nýju Bændablaði.
Nýja einangrunarstöðin er skammt frá Stóra-Ármóti.