Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ár bauna
Fréttir 15. janúar 2016

Ár bauna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur tilnefnt árið 2016 ár bauna. Um er að ræða baunir sem vaxa á plöntum af belgjurtaætt.

Hundruð ólíkra bauna vaxa á mismunandi tegundum belgjurta. Flestar þeirra eru ætar, næringar- og próteinríkar. Má þar nefna augn-, kjúklinga-, nýrna-, linsu- og adikibaunir. Algengasta og auðþekkjanlegasta belgjurtin á Íslandi er án vafa lúpína en fáir vita að úr baunum hennar er búið til kaffi í Sviss.

Auk þess að fræða almenning í heiminum á árinu um baunir er unnið að því á vegum FAO að búa til alþjóðlegan gagnagrunn, FAO/INFOODS Global Food Composition Database for Pulses, um baunir og nytjar á þeim. Í dag er eru baunir yfirleitt þurrkaðar eftir uppskeru enda geymast þær og halda næringargildi sínu vel þannig. 

Belgjurtir eru niturbindandi og þurfa því ekki köfnunarefnisáburð auk þess sem þær eru jarðvegsbætandi og áburðargjafi séu þær ræktaðar með öðrum plöntum eða við sáðskipti.

Samkvæmt því sem segir í kynningu FAO um belgjurtir er vatns-  og kolefnisfótsporið sem þær skilja eftir miðað við próteinmagn við ræktun miðað við aðra nytjaplöntur og ekki síst kjötframleiðslu. Þrátt fyrir að neysla á baunum geti valdið talsverðum vindgangi hjá óvönum neytendum.

Slagorð baunaársins er næringarrík fræ fyrir sjálfbæra framtíð enda baunir sagðar vera gríðarlega mikilvægar þegar kemur að fæðuöryggi komandi kynslóða.

Skylt efni: Ár bauna | FAO

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...