Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ár bauna
Fréttir 15. janúar 2016

Ár bauna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur tilnefnt árið 2016 ár bauna. Um er að ræða baunir sem vaxa á plöntum af belgjurtaætt.

Hundruð ólíkra bauna vaxa á mismunandi tegundum belgjurta. Flestar þeirra eru ætar, næringar- og próteinríkar. Má þar nefna augn-, kjúklinga-, nýrna-, linsu- og adikibaunir. Algengasta og auðþekkjanlegasta belgjurtin á Íslandi er án vafa lúpína en fáir vita að úr baunum hennar er búið til kaffi í Sviss.

Auk þess að fræða almenning í heiminum á árinu um baunir er unnið að því á vegum FAO að búa til alþjóðlegan gagnagrunn, FAO/INFOODS Global Food Composition Database for Pulses, um baunir og nytjar á þeim. Í dag er eru baunir yfirleitt þurrkaðar eftir uppskeru enda geymast þær og halda næringargildi sínu vel þannig. 

Belgjurtir eru niturbindandi og þurfa því ekki köfnunarefnisáburð auk þess sem þær eru jarðvegsbætandi og áburðargjafi séu þær ræktaðar með öðrum plöntum eða við sáðskipti.

Samkvæmt því sem segir í kynningu FAO um belgjurtir er vatns-  og kolefnisfótsporið sem þær skilja eftir miðað við próteinmagn við ræktun miðað við aðra nytjaplöntur og ekki síst kjötframleiðslu. Þrátt fyrir að neysla á baunum geti valdið talsverðum vindgangi hjá óvönum neytendum.

Slagorð baunaársins er næringarrík fræ fyrir sjálfbæra framtíð enda baunir sagðar vera gríðarlega mikilvægar þegar kemur að fæðuöryggi komandi kynslóða.

Skylt efni: Ár bauna | FAO

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...