Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ársfundurinn var haldinn á Vox Club, sal Nordica hótels í Reykjavík.
Ársfundurinn var haldinn á Vox Club, sal Nordica hótels í Reykjavík.
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar Landbúnaðarháskóla Íslands sem haldinn var á Nordica hóteli í Reykjavík þann 16. maí síðastliðinn.

Tveir ráðherrar ávörpuðu fundinn; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Svandís lagði áherslu á að þekking, vísindi og rannsóknir séu grundvöllur framfara í landbúnaði og þar gegndi LbhÍ lykilhlutverki.

Góð rekstrarafkoma

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, fór yfir fjölbreytta starfsemi skólans og ársreikning. Nemendum skólans hefur fjölgað en tæplega 500 manns stunda nú nám við skólann, sem spannar allt frá starfsmenntanámi upp í doktorsnám, auk þess sem boðið er upp á endurmenntun. Ragnheiður nefndi sem dæmi að yfir 90 manns hefðu útskrifast úr Reiðmanninum á dögunum. Fram kom í máli Ragnheiðar að rekstur skólans væri í góðu jafnvægi en samkvæmt ársreikningi var afkoma ársins 2022 rúmar 93 milljónir króna.

Heimsókn frá Póllandi

Dr. Michal Zasada ræddi tækifæri og áskoranir sem landbúnaður í Póllandi og víðar stendur frammi fyrir í ljósi loftslagsbreytinga og þverrandi náttúruauðlinda. Dr. Zasada er rektor lífvísindaháskólans í Varsjá, sem er einn samstarfsháskóla LbhÍ í evrópska háskólanetinu UNIgreen sem styrkt er af Evrópusambandinu.

Ný tækni í notkun

Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal, gaf innsýn inn í búrekstur sinn, en hann er svínabóndi og stærsti kornræktandi landsins. Hann ræktar korn á um 340 hekturum í landi Gunnarsholts og nýtir sér m.a. nýja tækni í nákvæmnisbúskap við ræktun akra sinna – sjá nánar bls. 26.

Í lok fundar stýrði fundarstjórinn, Christian Schultze, panelsumræðum um framtíðarmöguleika íslensks landbúnaðar. Pallborðið skipuðu deildarforsetarnir Bjarni Diðrik Sigurðsson og Samaneh Nickayin auk Hrannars S. Hilmarssonar, jarðræktarstjóra LbhÍ.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...