Aukin framleiðsla eggja og mjólkur
Framleiðsluaukning íslenskra eggjabænda á síðasta ári nam 11 prósentum frá árinu 2022.
Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að framleiðslan hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári, nam þá 4.790 tonnum en hafði minnkað töluvert í kórónuveirufaraldrinum.
Aukningin á milli áranna 2022 og 2023 var 11%.
Mjólkurframleiðslan ekki meiri frá 2019
Mjólkurframleiðslan hefur ekki verið meiri síðan 2019, eða 155.975 tonn, sem mun vera þriðja mesta ársframleiðsla frá upphafi.
Þá kemur fram í framleiðslutölum landbúnaðarins hjá Hagstofunni að ullarframleiðslan hafi dregist saman um 8% miðað við árið 202