Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Auknar líkur á að lífgas- og áburðarver verði að veruleika
Fréttir 14. október 2024

Auknar líkur á að lífgas- og áburðarver verði að veruleika

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kúabændur á Suðurlandi komu til fundar í Reykholti í Bláskóga- byggð 1. október sem Orkídea boðaði til, þar sem kynntar voru hugmyndir um lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árnessýslu.

Að sögn Sveins Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Orkídeu, komu um 30 bændur til fundarins. „Hljóðið í bændum var mjög jákvætt og mikil stemning fyrir því að skoða þetta verkefni áfram og þá í þessari endurbættu útgáfu sem gefur betri rekstrargrundvöll.“

Fýsilegt með fleiri afurðum

Áður hafði Orkídea látið gera fýsileikakönnun á fjölbreyttri lífgas- og áburðarverksmiðju með gashreinsun. Þar var gert ráð fyrir að garðaúrgangi garðyrkjubænda og kúamykju kúabænda væri umbreytt í lífrænan áburð og lífgas; koltvísýring og hreinsað metangas. Hún leiddi í ljós að rekstrartekjur myndu standa undir rekstrarkostnaði en ekki fjármagnskostnaði. „Því fórum við þá leið að kanna annan grundvöll fyrir slíku veri þar sem meginafurðir verksmiðjunnar, auk áburðar, yrðu orka, hiti og rafmagn, og koltvísýringur, sem er í dag markaðsvara sem garðyrkjubændur kaupa í miklu magni,“ segir Sveinn.

Skoða mögulega aðkomu sjóða

„Við teljum okkur vera búin að finna þá leið sem skilar þá rekstrarafgangi til að mæta fjármagnskostnaði við lífgas- og áburðarverið. Þannig að sú sviðsmynd, sem er ekki alveg tilbúin, eykur líkurnar á að verkefnið verði að veruleika,“ heldur Sveinn áfram.

„Auk þess kynntum við á fundinum dæmi um lítið og staðbundið lífgas- og áburðarver sem gæti hentað einstökum stórum kúabændum og orkan þá nýtt á bænum. Við erum vongóð um að ný nálgun og fýsileikakönnun gefi þennan fjárhagslega grundvöll og að ráðist verði í verkefnið innan skamms. Við erum líka að skoða hvort og hvernig opinberir sjóðir geti komið inn í verkefnið með styrki, fyrir utan heimamenn.“

Orkídea er þátttakandi í Evrópuverkefninu Value4Farm sem leggur áherslu á staðbundna orkuframleiðslu og staðbundna orkunýtingu í nokkrum löndum í Evrópu og fjármagnar meðal annars það verkefni Orkídeu að staðreyna niðurstöður á Íslandi úr svokölluðum sýnidæmum frá þremur Evrópulöndum.

Viljayfirlýsing garðyrkjubænda

„Við viljum gjarnan sýna fram á okkar vinnu og útreikninga sem dæmi um staðreyndar niðurstöður. En það er ekki megindrifkraftur okkar vinnu við lífgas- og áburðarverið, heldur sú viljayfirlýsing sem garðyrkjubændur í Reykholti og sveitarfélagið Bláskógabyggð undirrituðu 2022, löngu áður en við fengum Evrópustyrkinn, um möguleika á grænum iðngarði í sveitarfélaginu.

Grænir iðngarðar, eins og þessi hugmynd gengur út á, byggja á hringrás auðlinda þannig að einhvers konar endurnýting auðlinda innan sveitarfélagsins er grundvöllur þess að hægt sé að kalla svæðið grænan iðngarð. Við erum á réttri leið, ekki spurning,“ segir Sveinn.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...