Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Auknar líkur á að lífgas- og áburðarver verði að veruleika
Fréttir 14. október 2024

Auknar líkur á að lífgas- og áburðarver verði að veruleika

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kúabændur á Suðurlandi komu til fundar í Reykholti í Bláskóga- byggð 1. október sem Orkídea boðaði til, þar sem kynntar voru hugmyndir um lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árnessýslu.

Að sögn Sveins Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Orkídeu, komu um 30 bændur til fundarins. „Hljóðið í bændum var mjög jákvætt og mikil stemning fyrir því að skoða þetta verkefni áfram og þá í þessari endurbættu útgáfu sem gefur betri rekstrargrundvöll.“

Fýsilegt með fleiri afurðum

Áður hafði Orkídea látið gera fýsileikakönnun á fjölbreyttri lífgas- og áburðarverksmiðju með gashreinsun. Þar var gert ráð fyrir að garðaúrgangi garðyrkjubænda og kúamykju kúabænda væri umbreytt í lífrænan áburð og lífgas; koltvísýring og hreinsað metangas. Hún leiddi í ljós að rekstrartekjur myndu standa undir rekstrarkostnaði en ekki fjármagnskostnaði. „Því fórum við þá leið að kanna annan grundvöll fyrir slíku veri þar sem meginafurðir verksmiðjunnar, auk áburðar, yrðu orka, hiti og rafmagn, og koltvísýringur, sem er í dag markaðsvara sem garðyrkjubændur kaupa í miklu magni,“ segir Sveinn.

Skoða mögulega aðkomu sjóða

„Við teljum okkur vera búin að finna þá leið sem skilar þá rekstrarafgangi til að mæta fjármagnskostnaði við lífgas- og áburðarverið. Þannig að sú sviðsmynd, sem er ekki alveg tilbúin, eykur líkurnar á að verkefnið verði að veruleika,“ heldur Sveinn áfram.

„Auk þess kynntum við á fundinum dæmi um lítið og staðbundið lífgas- og áburðarver sem gæti hentað einstökum stórum kúabændum og orkan þá nýtt á bænum. Við erum vongóð um að ný nálgun og fýsileikakönnun gefi þennan fjárhagslega grundvöll og að ráðist verði í verkefnið innan skamms. Við erum líka að skoða hvort og hvernig opinberir sjóðir geti komið inn í verkefnið með styrki, fyrir utan heimamenn.“

Orkídea er þátttakandi í Evrópuverkefninu Value4Farm sem leggur áherslu á staðbundna orkuframleiðslu og staðbundna orkunýtingu í nokkrum löndum í Evrópu og fjármagnar meðal annars það verkefni Orkídeu að staðreyna niðurstöður á Íslandi úr svokölluðum sýnidæmum frá þremur Evrópulöndum.

Viljayfirlýsing garðyrkjubænda

„Við viljum gjarnan sýna fram á okkar vinnu og útreikninga sem dæmi um staðreyndar niðurstöður. En það er ekki megindrifkraftur okkar vinnu við lífgas- og áburðarverið, heldur sú viljayfirlýsing sem garðyrkjubændur í Reykholti og sveitarfélagið Bláskógabyggð undirrituðu 2022, löngu áður en við fengum Evrópustyrkinn, um möguleika á grænum iðngarði í sveitarfélaginu.

Grænir iðngarðar, eins og þessi hugmynd gengur út á, byggja á hringrás auðlinda þannig að einhvers konar endurnýting auðlinda innan sveitarfélagsins er grundvöllur þess að hægt sé að kalla svæðið grænan iðngarð. Við erum á réttri leið, ekki spurning,“ segir Sveinn.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...