Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Aukning salmonellusmita  í alifuglum og svínum
Mynd / smh
Fréttir 6. júlí 2020

Aukning salmonellusmita í alifuglum og svínum

Höfundur: smh

Matvælastofnun (MAST) hefur birt niðurstöður úr vöktun á súnum fyrir síðasta ár, en það eru sjúkdómar eða sýkingavaldar sem smitast milli manna og dýra. Fjöldi sýna úr alifuglum og svínum með salmonellusmit jókst nokkuð á síðasta ári miðað við árið á undan og mun skýringuna vera að finna í endurteknum smitum fárra búa þar sem erfitt hefur verið að losna við tiltekna stofna bakteríunnar.

Sýkingatilfellum salmonellu í fólki hefur hins vegar ekki fjölgað. Skýringar Matvælastofnunar á því eru að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar sé öflugt á Íslandi sem skili neytendum auknu matvælaöryggi. Mikil aukning var í sýkingum fólks af völdum eiturefnamyndandi E. coli (STEC), sem aðallega má rekja til hrinu sýkinga á ferðaþjónustubýli á Suðurlandi síðasta sumar.

Fram til þessa mun tíðni þessarar sýkingar hafa verið mjög lág í fólki hér á landi, eitt til þrjú tilfelli á ári.

Telur MAST að niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á hrinunni og skimana sem framkvæmdar voru 2018 og 2019 fyrir STEC í kjöti á markaði benda til að bakterían sé hluti af örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár. Er mælt með frekari rannsóknum á algengi STEC í búfé og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum til að minnka líkur á að STEC berist í kjötið.

Engar breytingar á algengi kampýlóbakter

Engar marktækar breytingar komu fram á algengi kampýlóbakter í fólki eða í alifuglum og afurðum þeirra. Kampýlóbakter greindist í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti á markaði (2,1% sýna), bæði af innlendu og erlendu kjöti. Í öllum tilfellum var um að ræða mjög litla bakteríumengun eða undir greiningarmörkum.

Vöktun á salmonellu í eldi og á sláturhúsum, samkvæmt landsáætlunum, lágmarkar að mati Matvælastofnunar hættuna á að smit berist með alifugla- og svínakjöti í fólk. Heilgenarannsóknir sem framkvæmdar voru á árinu styðji þá niðurstöðu. Eitt sýni úr innlendu svínakjöti á markaði reyndist vera með salmonellu – og telur Matvælastofnun að það sé áminning um að stöðugt sé þörf á því að vera á varðbergi og hvetja til réttrar meðhöndlunar á matvælum hjá neytendum.

Aðrar hættulegar bakteríur

Í umfjöllun MAST um niðurstöður vöktunarinnar kemur fram að aðrar matarbornar bakteríur, fyrir utan salmonellu og kampýlóbakter, valda sjaldnar sjúkdómi í fólki en í ljósi þess að um mjög alvarlega sjúkdóma geti verið að ræða sé eftirlit með þeim bakteríum ekki síður mikilvægt.

Ein slík er listería, sem finnst reglulega í þekktum áhættuafurðum og framleiðsluumhverfi þeirra.

Sérstaklega fylgst með matvælafyrirtækjum

Greint er frá átaksverkefni sem hófst á síðasta ári, sem felst í sérstöku eftirliti með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli tilbúin til neyslu, með áherslu á reyktar og grafnar lagarafurðir, osta og kjötálegg.

Farið er sérstaklega yfir sýnatökuáætlun fyrirtækja og fyrirbyggjandi aðgerðir þeirra gegn listeríu. Þá segir í umfjölluninni að við að innflutningseftirlit með dýraafurðum frá löndum utan EES séu reglulega tekin sýni til greininga á salmonellu, listeríu (L. monocytogenes) og E. coli. Á árinu 2019 hafi sýni verið tekin úr sendingum af hrognum, soðinni rækju, mysudufti, kjötafurðum (tilbúnum kjúklingaréttum) og gæludýrafóðri, en þau hafi öll verið neikvæð./smh

Skylt efni: salmonella

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...