Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Birgðir kindakjöts 16,6 prósentum minni en í fyrra
Mynd / BBL
Fréttir 12. september 2017

Birgðir kindakjöts 16,6 prósentum minni en í fyrra

Birgðir af kindakjöti eru 16,6 prósent minni en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í umfjöllun um birgðastöðuna á vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), saudfe.is.

Mynd / saudfe.is

Birgðir 1. september síðastliðinn voru 1.063 tonn, en í fyrra voru þær 1.262 tonn. Talið er að frá þessum birgðum muni dragast 500 til 600 tonn áður en nýtt kjöt kemur að fullu inn á markaðinn, þar sem sala á innanlandsmarkaði sé um 560 tonn á mánuði að meðaltali.

„Umframbirgðir af kjöti frá sláturtíðinni haustið 2016 verða því um 500 tonn þegar upp er staðið eða rétt tæplega eins mánaðar sala. Þessar birgðir eru um 5% af heildarframleiðslunni sem er um 10 þúsund tonn ári,“ segir á vef LS.

LS gerir ráð fyrir að erlendir markaðir, fyrir um 1.500 til 2.000 tonn af kindakjöti, hafi lokast eða laskast verulega á undanförnum misserum. Sala innanlands hafi hins vegar aukist bæði í fyrra, um 331 tonn, og á fyrstu átta mánuðum þessa árs um 369 tonn – eða alls um 700 tonn frá ársbyrjun 2016. Markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum í samstarfi við um 100 veitingastaði og öflugri markaðsherferð á samfélagsmiðlum er talin skýra þennan árangur.

Aukafjárveitingin skilaði 850 tonna sölu

Alþingi samþykkti aukafjárveitingu upp á 100 milljónir króna síðasta vetur í tengslum við sérstakt markaðsátak á erlendum mörkuðum. LS greinir frá því að það verkefni hafi skilað sölu á um 850 tonnum, auk þess sem sérstakt verkefni í Japan hafi skilað 170 tonna sölu. Þá sé útlit fyrir metár í sölu til Bandaríkjanna. Þessi góði árangur hefur samtals skilað sölu á 1.720 tonnum – á innanlandsmarkaði og í útlöndum.

Þrátt fyrir þennan góða árgangur telur LS að gera þurfi betur í markaðsstarfinu þar sem breska pundið sé enn lágt, Rússlands- og Noregsmarkaðir lokaðir og gengi krónunnar hátt.

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...