Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýja Bændahöllin í Borgartúni.
Nýja Bændahöllin í Borgartúni.
Mynd / VH
Fréttir 22. september 2022

BÍ og Bbl. flutt í Borgartún 25

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands og Bændablaðið hafa flutt alla starfsemi sína í nýtt húsnæði að Borgartúni í Reykjavík. Þar með er hætt allri starfsemi samtakanna í Bændahöllinni við Hagatorg.

Nýja húsnæðið er í glæsilegu rúmlega 300 fermetra skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð að Borgartúni 25, 105 í Reykjavík.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að flutningarnir marki ákveðin tímamót í sögu samtakanna enda hafa þau haft aðsetur á sama stað frá árinu 1965. „Með sameiningu aðildarfélaganna og Bændasamtakanna á síðasta ári, höfum við náð að efla samtökin til muna og ná meiri samvinnu og slagkrafti í starfsmannahópnum um verkefnin.“

Undanfarið hefur starfsfólk samtakanna og Bændablaðsins unnið að flutningum úr Bændahöllinni á nýja staðinn og að koma sér fyrir. Flutningarnir gengu vel og er starfsemi samtakanna komin í eðlilegt horf og vinnsla Bændablaðsins á fullt undir nýju þaki.

Með flutningunum lýkur um sextíu ára starfsemi Bændasamtakanna í Bændahöllinni og þrátt fyrir að margir munu sakna gamla vinnustaðarins eru starfsmenn jákvæðir út af breytingunum og hlakka til að takast á við ný verkefni í nýju húsnæði.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...