Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel
Fréttir 14. október 2021

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal íslenskra fyrirtækja varðandi svefnheilsu starfsmanna. Ef fólk kemur illa sofið í vinnuna er meiri hætta á mistökum hjá starfsfólki og slysahætta eykst. Að sama skapi veikir svefnleysi ónæmiskerfið og svefnlausir starfsmenn taka allt að 100% fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel.

„Það er því ánægjulegt að sjá hversu margir íslenskir stjórnendur eru farnir að taka þennan þátt inn í almenna heilsueflingu starfsmanna og sífellt fleiri fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum upp á fræðslu um svefn, skimun fyrir svefnvanda og meðferð fyrir þá sem komnir eru í vanda,“ segir Erla Björnsdóttir hjá Betri svefni.

Borgað fyrir svefninn

Fyrirtækið Klaki gerði nýlega skemmtilega tilraun með sínu starfsfólki þar sem starfsmönnum var greiddur bónus vikulega ef þeir sváfu nóg. Verkefnið hefur farið vel af stað og er starfsfólk að ná viðmiðum u.þ.b. aðra hverja viku að meðaltali. Starfsfólk lýsir áhrifum þannig að þreyta sé minni og að vart sé við aukna vellíðan. Miklar vonir eru bundnar við langtímaáhrif bættra svefnvenja hjá starfsfólki og hefur fyrirtækið því ákveðið að gera launaviðbæturnar varanlegar. Þá segir Erla að embætti ríkislögreglustjóra hafi einnig verið að vinna markvisst með svefnheilsu sinna starfsmanna en þar fengu allir starfsmenn fræðslu um svefn, skimað var fyrir svefnvanda meðal starfsmanna og þeim sem sváfu illa var boðin aðstoð til að bæta svefninn. Það vita það allir að álag í starfi hjá lögreglumönnum er mikið, vaktir oft óreglulegar og verkefni sem þeir fást við sem krefjast mikillar einbeitingar, snerpu og úthalds og því er sérstaklega mikilvægt að þeir sem sinna þessu starfi séu vel úthvíldir. Bæði þessi fyrirtæki hlutu í dag gæðastimpil frá fyrirtækinu Betri svefn um að vera svefnvottuð fyrirtæki. Þessi vottun staðfestir að stjórnendur hafa lagt sig fram um að fræða starfsfólk um svefn og bjóða uppá aðstoð fyrir þá sem glíma við svefnvanda.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...