Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel
Fréttir 14. október 2021

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal íslenskra fyrirtækja varðandi svefnheilsu starfsmanna. Ef fólk kemur illa sofið í vinnuna er meiri hætta á mistökum hjá starfsfólki og slysahætta eykst. Að sama skapi veikir svefnleysi ónæmiskerfið og svefnlausir starfsmenn taka allt að 100% fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel.

„Það er því ánægjulegt að sjá hversu margir íslenskir stjórnendur eru farnir að taka þennan þátt inn í almenna heilsueflingu starfsmanna og sífellt fleiri fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum upp á fræðslu um svefn, skimun fyrir svefnvanda og meðferð fyrir þá sem komnir eru í vanda,“ segir Erla Björnsdóttir hjá Betri svefni.

Borgað fyrir svefninn

Fyrirtækið Klaki gerði nýlega skemmtilega tilraun með sínu starfsfólki þar sem starfsmönnum var greiddur bónus vikulega ef þeir sváfu nóg. Verkefnið hefur farið vel af stað og er starfsfólk að ná viðmiðum u.þ.b. aðra hverja viku að meðaltali. Starfsfólk lýsir áhrifum þannig að þreyta sé minni og að vart sé við aukna vellíðan. Miklar vonir eru bundnar við langtímaáhrif bættra svefnvenja hjá starfsfólki og hefur fyrirtækið því ákveðið að gera launaviðbæturnar varanlegar. Þá segir Erla að embætti ríkislögreglustjóra hafi einnig verið að vinna markvisst með svefnheilsu sinna starfsmanna en þar fengu allir starfsmenn fræðslu um svefn, skimað var fyrir svefnvanda meðal starfsmanna og þeim sem sváfu illa var boðin aðstoð til að bæta svefninn. Það vita það allir að álag í starfi hjá lögreglumönnum er mikið, vaktir oft óreglulegar og verkefni sem þeir fást við sem krefjast mikillar einbeitingar, snerpu og úthalds og því er sérstaklega mikilvægt að þeir sem sinna þessu starfi séu vel úthvíldir. Bæði þessi fyrirtæki hlutu í dag gæðastimpil frá fyrirtækinu Betri svefn um að vera svefnvottuð fyrirtæki. Þessi vottun staðfestir að stjórnendur hafa lagt sig fram um að fræða starfsfólk um svefn og bjóða uppá aðstoð fyrir þá sem glíma við svefnvanda.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...