Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Reiðsýningin markar í hugum margra lokapunktinn í námi við Hestafræðideild. Stundin, þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýningar, er fyrir mörgum jafngildi brautskráningar og koma fjölskyldur og vinir nemendanna heim að Hólum til að fagna með sínu fólki.
Reiðsýningin markar í hugum margra lokapunktinn í námi við Hestafræðideild. Stundin, þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýningar, er fyrir mörgum jafngildi brautskráningar og koma fjölskyldur og vinir nemendanna heim að Hólum til að fagna með sínu fólki.
Mynd / Árni Rúnar Hrólfsson
Fréttir 21. júlí 2021

Brautskráning frá Hestafræðideild Háskólans á Hólum

Höfundur: Háskólinn á Hólum

Brautskráning nemenda frá öllum deildum Háskólans á Hólum fór fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, föstudaginn 11. júní 2021. Í ár útskrifaðist 21 nemandi úr Hestafræðideild, 20 með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu og einn með diplómu í reiðmennsku og reiðkennslu. Brautskráningarnemar til BS-­prófs í reiðmennsku og reið­kennslu luku námi sínu við skólann um hvítasunnuhelgina. Þetta gerðu þeir annars vegar með þátttöku í árlegu Hólamóti í hestaíþróttum og hins vegar með glæsilegri reiðsýningu á aðalreiðvelli skólans sem var haldin 22. maí (sjá myndir). Í augum flestra sem til þekkja markar reiðsýningin lokapunktinn í námi við Hestafræðideild og stundin, þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýningar, er fyrir mörgum jafngildi brautskráningar og koma fjölskyldur og vinir nemendanna heim að Hólum til að fagna með sínu fólki.

Valdís Björk hlaut tvær viðurkenningar

Við þetta tækifæri tíðkast að veita tvenns konar viðurkenningar: Reiðmennskuverðlaun Félags taminga­manna eru veitt þeim nemanda, sem hefur hlotið hæstu einkunn á lokaprófi í reiðmennsku. Önnur verðlaun, Morgunblaðs­hnakkurinn, eru veitt þeim nemanda sem hlýtur hæstu vegna meðaleinkunn fyrir öll reiðmennskunámskeiðin sem nemandinn hefur tekið á námsferli sínum við skólann. Í ár var það Valdís Björk Guðmunds­­dóttir sem hlaut báðar þessar viðurkenningar. Í viðtali við Helga Bjarnason í Morgunblaðinu segir Valdís: „Ég hef verið í hestamennsku frá því ég man eftir mér og öll fjölskylda mín. Hestafræðinámið á Hólum var eina námið sem mér leist á, það kom ekkert annað til greina.“... og jafnframt sagði Valdís: „Ég kynntist fullt af góðu fólki og fékk góða kennslu sem ég mun taka með mér út í lífið.“ Við brautskráningarathöfnina þann 11. júní voru að auki veitt verðlaun frá Knapamerkjakerfinu fyrir hæstu vegnu meðaleinkunn í öllum reiðkennslufræðinámskeiðum í gegnum öll þrjú árin og var það Marthe Skjæveland frá Noregi sem hlaut þau. Því til viðbótar veitti skólinn bókaverðlaun fyrir hæstu vegnu meðaleinkunn á BS prófi í reiðmennsku og reiðkennslu eftir öll árin þrjú og þau verðlaun fékk annar Norðmaður, Mathilde Espelund Hognestad.

Eftirsóknarvert fyrir ungt fólk

Hestafræðideild Háskólans á Hólum er vinsæl og eftirsóknarverð fyrir ungt fólk sem langar að mennta sig og vinna við hesta. Erlendir sem og íslenskir nem­endur sækja skólann og í haust munu 20 nýir nemendur hefja BS nám við Hestafræðideildina. Það var í framhaldi af því að Hólaskóli varð formlega háskóli árið 2007, sem var ákveðið að efla hestanámið sem fyrir var og bjóða upp á námsleið til BS-gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu. Fyrsti árgangurinn í það nám var síðan innritaður haustið 2010 og eru því átta ár síðan fyrstu nemendurnir með BS gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu útskrifuðust frá skólanum vorið 2013. Á þessum átta árum hafa útskrifast 132 nemendur með þessa BS gráðu. Þar af eru 75% konur og 43% erlendir nemendur frá alls 11 þjóðlöndum.

(Sjá nánar frétt á vefsíðu Háskólans á Hólum; https://www.holar.is/is/moya/news/brautskraningarathofn-haskolans-a-holum-11-juni-2021).

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...