Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vitaleiðin er skemmtileg gönguleið á milli þriggja vita við suðurströndina.
Vitaleiðin er skemmtileg gönguleið á milli þriggja vita við suðurströndina.
Mynd / Mynd / Markaðsstofa Suðurlands
Fréttir 2. júlí 2021

Búið að opna Vitaleiðina þar sem gengið er framhjá þremur vitum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Vitaleiðin“ svonefnda var form­lega opnuð laugardaginn 12. júní með borðaklippingu en um er að ræða verkefni á vegum Markaðsstofu Suðurlands í sam­starfi við sveitarfélögin Árborg og Ölfus.

Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita, sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni en það er Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Vitaleiðin er tæplega 50 km leið sem liggur frá Selvogsvita í vestri að Knarrarósvita í austri.

Leiðin býður upp á fjölbreyttan ferðamáta meðfram strand­línunni, heimsóknir inn í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokks­eyri, auk vitanna þriggja. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru á leiðinni eins og sundlaugar, kajakróður, hestaleigur, hesthúsa­heimsóknir, söfn, gallerí, rib-bátar og fjórhjól svo að dæmi séu nefnd. Veitingastaðir eru í öllum þorpunum.

Skylt efni: Vitaleiðin

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...