Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vitaleiðin er skemmtileg gönguleið á milli þriggja vita við suðurströndina.
Vitaleiðin er skemmtileg gönguleið á milli þriggja vita við suðurströndina.
Mynd / Mynd / Markaðsstofa Suðurlands
Fréttir 2. júlí 2021

Búið að opna Vitaleiðina þar sem gengið er framhjá þremur vitum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Vitaleiðin“ svonefnda var form­lega opnuð laugardaginn 12. júní með borðaklippingu en um er að ræða verkefni á vegum Markaðsstofu Suðurlands í sam­starfi við sveitarfélögin Árborg og Ölfus.

Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita, sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni en það er Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Vitaleiðin er tæplega 50 km leið sem liggur frá Selvogsvita í vestri að Knarrarósvita í austri.

Leiðin býður upp á fjölbreyttan ferðamáta meðfram strand­línunni, heimsóknir inn í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokks­eyri, auk vitanna þriggja. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru á leiðinni eins og sundlaugar, kajakróður, hestaleigur, hesthúsa­heimsóknir, söfn, gallerí, rib-bátar og fjórhjól svo að dæmi séu nefnd. Veitingastaðir eru í öllum þorpunum.

Skylt efni: Vitaleiðin

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...