Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mjólkurframleiðslan í Wisconsin skilaði mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrus ræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus ávexti.
Mjólkurframleiðslan í Wisconsin skilaði mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrus ræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus ávexti.
Fréttir 5. febrúar 2020

Búum hefur fækkað um nær 1.500 á tveim árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á síðasta ári hættu um 10% kúabúa í  Wisconsin í Bandaríkjunum starfsemi sinni samkvæmt gögnum landbúnaðarráðuneytisins. Slær þessi hlutfallsfækkun út árið 1018 þegar 7,25% kúabúa hættu starfsemi. 
 
Þann 1. janúar síðastliðinn voru 7.292 mjólkurkúahjarðir í Wisconsin og hafði þeim þá fækkað um 818 frá 1. janúar 2019. Þessu til viðbótar var starfsemi hætt á 638 kúabúum árið 2018, þannig að á tveim árum  hefur kúabúum fækkað um 1.456. 
 
Mjólkurframleiðslan mikilvæg fyrir hagkerfið
 
Af ríkjum Bandaríkjanna eru flest stóru kúabúin í Kaliforníu með yfir 5000 gripi, eða 35 bú, en Wisconsin er með flest bú með undir 100 kúm, eða 4.756. 
 
Samkvæmt gögnum samtaka mjólkur­framleiðenda í Wisconsin (Dairy Farmers of Wis­cons­in – DFW) skilaði mjólkur­fram­leiðslan þó mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrusræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus­ávexti. Þannig skilaði mjólkur­fram­leiðslan 45,6 mill­jörðum dollara inn í efna­hag­skerfi Wisconsin á meðan sítrusræktunin skilaði 7,2 milljörðum inn í hagkerfið í Flórída. Til samanburðar skilaði kartöfluræktunin 2,7 milljörðum inn í hagkerfið í Idaho. 
 
Samkvæmt úttekt Madison háskólans í Wisconsin höfðu 154.000 manns atvinnu sína af kúabúskap og mjólkurframleiðslu í Wisconsin-ríki árið 2017 og af þeim fjölda fengust 1,26 milljarðar í skatta til ríkisins og gjöld til sveitarfélaga. 
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...