Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mjólkurframleiðslan í Wisconsin skilaði mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrus ræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus ávexti.
Mjólkurframleiðslan í Wisconsin skilaði mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrus ræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus ávexti.
Fréttir 5. febrúar 2020

Búum hefur fækkað um nær 1.500 á tveim árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á síðasta ári hættu um 10% kúabúa í  Wisconsin í Bandaríkjunum starfsemi sinni samkvæmt gögnum landbúnaðarráðuneytisins. Slær þessi hlutfallsfækkun út árið 1018 þegar 7,25% kúabúa hættu starfsemi. 
 
Þann 1. janúar síðastliðinn voru 7.292 mjólkurkúahjarðir í Wisconsin og hafði þeim þá fækkað um 818 frá 1. janúar 2019. Þessu til viðbótar var starfsemi hætt á 638 kúabúum árið 2018, þannig að á tveim árum  hefur kúabúum fækkað um 1.456. 
 
Mjólkurframleiðslan mikilvæg fyrir hagkerfið
 
Af ríkjum Bandaríkjanna eru flest stóru kúabúin í Kaliforníu með yfir 5000 gripi, eða 35 bú, en Wisconsin er með flest bú með undir 100 kúm, eða 4.756. 
 
Samkvæmt gögnum samtaka mjólkur­framleiðenda í Wisconsin (Dairy Farmers of Wis­cons­in – DFW) skilaði mjólkur­fram­leiðslan þó mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrusræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus­ávexti. Þannig skilaði mjólkur­fram­leiðslan 45,6 mill­jörðum dollara inn í efna­hag­skerfi Wisconsin á meðan sítrusræktunin skilaði 7,2 milljörðum inn í hagkerfið í Flórída. Til samanburðar skilaði kartöfluræktunin 2,7 milljörðum inn í hagkerfið í Idaho. 
 
Samkvæmt úttekt Madison háskólans í Wisconsin höfðu 154.000 manns atvinnu sína af kúabúskap og mjólkurframleiðslu í Wisconsin-ríki árið 2017 og af þeim fjölda fengust 1,26 milljarðar í skatta til ríkisins og gjöld til sveitarfélaga. 
 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...