Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bústólpi hefur sinnt þjónustu DeLaval um árabil en tekur nú við sölu og innflutningi.
Bústólpi hefur sinnt þjónustu DeLaval um árabil en tekur nú við sölu og innflutningi.
Mynd / Bústólpi
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Fóðurblandan í Reykjavík hefur verið með umboðið fyrir DeLaval á meðan Bústólpi hefur sinnt þjónustunni fyrir DeLaval á landsvísu frá árinu 2016. Bústólpi er dótturfyrirtæki Fóðurblöndunnar.

Hanna Dögg Maronsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bústólpa, segir að með þessu sé allt ferlið frá upphafi til enda komið á einn stað. Bústólpi hefur sett upp alla mjaltaþjóna undanfarin ár og eru þeir sem koma að þjónustu og uppsetningu starfsmenn fyrirtækisins.

Hún vonast til að með þessu verði þjónustan skilvirkari, en hún gerir ekki ráð fyrir að viðskiptavinir verði varir við miklar breytingar. Nú starfa sjö manns í DeLaval-deild fyrirtækisins og hefur Bústólpi ráðið til starfa viðskiptastjóra sem verður með aðsetur fyrir norðan. Þá hefur fyrirtækið fest kaup á viðbótarhúsnæði á Akureyri til að hýsa lagerinn.

Á landinu eru í kringum 120 DeLaval-mjaltaþjónar í notkun á um hundrað búum og er gangsetning þriggja til viðbótar í burðarliðnum. Hanna Dögg telur að markaðshlutdeild DeLaval sé í kringum 35 til 40 prósent á móti öðrum tegundum mjaltaþjóna eins og Lely, GEA og Fullwood-Merlin. Miðað er við að róbót af nýjustu gerð DeLaval geti sinnt allt að 70 kúm. Fyrsti DeLaval-mjaltaþjónninn tók til starfa á íslensku kúabúi árið 2002, en sá elsti sem enn er í notkun var gangsettur árið 2006.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...