Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Bústólpi hefur sinnt þjónustu DeLaval um árabil en tekur nú við sölu og innflutningi.
Bústólpi hefur sinnt þjónustu DeLaval um árabil en tekur nú við sölu og innflutningi.
Mynd / Bústólpi
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Fóðurblandan í Reykjavík hefur verið með umboðið fyrir DeLaval á meðan Bústólpi hefur sinnt þjónustunni fyrir DeLaval á landsvísu frá árinu 2016. Bústólpi er dótturfyrirtæki Fóðurblöndunnar.

Hanna Dögg Maronsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bústólpa, segir að með þessu sé allt ferlið frá upphafi til enda komið á einn stað. Bústólpi hefur sett upp alla mjaltaþjóna undanfarin ár og eru þeir sem koma að þjónustu og uppsetningu starfsmenn fyrirtækisins.

Hún vonast til að með þessu verði þjónustan skilvirkari, en hún gerir ekki ráð fyrir að viðskiptavinir verði varir við miklar breytingar. Nú starfa sjö manns í DeLaval-deild fyrirtækisins og hefur Bústólpi ráðið til starfa viðskiptastjóra sem verður með aðsetur fyrir norðan. Þá hefur fyrirtækið fest kaup á viðbótarhúsnæði á Akureyri til að hýsa lagerinn.

Á landinu eru í kringum 120 DeLaval-mjaltaþjónar í notkun á um hundrað búum og er gangsetning þriggja til viðbótar í burðarliðnum. Hanna Dögg telur að markaðshlutdeild DeLaval sé í kringum 35 til 40 prósent á móti öðrum tegundum mjaltaþjóna eins og Lely, GEA og Fullwood-Merlin. Miðað er við að róbót af nýjustu gerð DeLaval geti sinnt allt að 70 kúm. Fyrsti DeLaval-mjaltaþjónninn tók til starfa á íslensku kúabúi árið 2002, en sá elsti sem enn er í notkun var gangsettur árið 2006.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...