Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Efla verður fræðslu og umræðu um skóga í heiminum
Fréttir 13. október 2015

Efla verður fræðslu og umræðu um skóga í heiminum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heimsbyggðin þarf að vita að skógar heimsins eru meira en bara tré. Í skógunum felast ómæld tækifæri sem geta skipt sköpum í baráttunni við hungur, baráttunni fyrir betra lífi fólks og baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Þetta er niðurstaða fjórtándu heimsráðstefnunnar um skóga sem lauk í Durban í Suður-Afríku á föstudag í fyrri viku. Í yfirlýsingu sem samþykkt var á ráðstefnunni er áhersla lögð á aukna fræðslu um skóga, fjárfestingu í menntun og eflda umræðu um mikilvægt hlutverk skóganna fyrir lífið á jörðinni.

Skógar heimsins 2050

Á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að markmið þessarar stærstu skógarmálasamkomu heims á þessum áratug hafi verið að setja fram sýn um hvernig skógar og skógrækt skyldi líta út í heiminum árið 2050. Þá fimm daga sem ráðstefnan stóð var til umræðu sérstök yfirlýsing sem samþykkt var lokadaginn, Durban-yfirlýsingin um skóga heimsins fram til 2050. Þar er því lýst yfir að skógar skuli verða grundvallarþáttur í matvælaöryggi og auknum lífsgæðum jarðarbúa. Flétta þurfi skógum og trjám saman við annars konar landnýtingu eins og hefðbundinn landbúnað til að ráðast að orsökum skógareyðingar og átaka um land og jarðnæði. Því er enn fremur lýst yfir að skógar sem nytjaðir séu og ræktaðir með sjálfbærum hætti séu óhjákvæmilega meginvopn í baráttunni við loftslagsbreytingar. Stuðla verði að því að skógar bindi eins mikið kolefni og mögulegt er en geti um leið veitt aðra umhverfislega þjónustu og gæði.

Fjárfesting og samstarf skiptir sköpum

Í yfirlýsingunni eru tíundaðar aðgerðir sem nauðsynlegt sé að ráðast í til að sú sýn sem sett er fram verði að veruleika. Þar á meðal er lögð áhersla á aukna fræðslu og menntun, umræðu og upplýsingagjöf, rannsóknir og atvinnusköpun, einkum að skapa ný störf fyrir ungt fólk í skógum og skógartengdum greinum.
Enn fremur er lögð áhersla á nauðsyn þess að fólk vinni saman á sviði skógræktar, landbúnaðar, efnahagslífs, orku, vatns og annarra greina en einnig að frumbyggjar og afmörkuð samfélög fólks á hverju svæði verði virkjuð með í þessu starfi. /www.skog.is

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...