Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ein áburðartegund með of mikið kadmíum og fimm með efnainnihald undir vikmörkum
Fréttir 7. febrúar 2022

Ein áburðartegund með of mikið kadmíum og fimm með efnainnihald undir vikmörkum

Höfundur: smh

Fimm áburðarsalar fluttu inn tilbúinn áburð til jarðræktar á síðasta ári. Í skýrslu Matvælastofnunar um áburðareftirlit síðasta árs, kemur fram að í einni áburðartegund mældist kadmíum yfir leyfilegum mörkum, LÍF-26-6+Se frá Líflandi. Fimm áburðartegundir reyndust með efnainnihald undir vikmörkum.

Köfnunarefni mældist undir leyfðum vikmörkum í áburðartegundunum Völlur 23-5-4+Ca+Mg+S+Se og Völlur 26- 5+Ca+Mg+S+Se frá Búvís.

Þá mældist áburðartegundin Fjölmóði 4 hjá Fóðurblöndunni með köfnunarefnisgildi undir leyfilegum vikmörkum og í tegundinni Sprettur 27-6-3+Se hjá Skeljungi. Í tegundinni Sprettur 22-6-3+Se hjá Skeljungi voru gildi fyrir brennistein og natríum undir leyfðum vikmörkum.

Gildi fyrir fosfór og kalí í lagi

Þannig voru fjórar með of lítið köfnunarefnisinnihald. Engin tegund reyndist með of lítinn fosfór, engin með of lítið kalí og engin með of lítið kalsíum. Ein var með of lítinn brennistein, ein með of lítið magnesíum og ein með of lítið natríum.

Þær tegundir sem ekki standast kröfur um innihald eru teknar af skrá og má ekki selja fyrr en Matvælastofnun hefur staðfest að efnagildi séu í lagi.

Matvælstofnun tók sýni og gerði vöruskoðun hjá þeim fimm fyrirtækjum sem flytja inn tilbúinn áburð til jarðræktar. Alls voru tekin 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Sextán innlendir framleiðendur

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 368 tegundir. Alls voru flutt inn 57.816 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum.

Innlendir áburðarframleiðendur eru 16 á skrá Matvælastofnunar, sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því alls 40.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...