Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eitrað fyrir 62 fílum
Fréttir 12. nóvember 2015

Eitrað fyrir 62 fílum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega fundust hræ af 22 fílum í þjóðgarði í Simbabve sem veiðiþjófar höfðu drepið með því að eitra mat sem er egnt fyrir þá með blásýru. Tala dauðra fíla í þjóðgarðinum sem vitað er að hafa verið drepnir með þessari aðferð er komin í 62.

Fílabein eru gríðarlega eftirsótt víða um heim og því freistandi fyrir veiðiþjófa að drepa fíla og selja beinið. Blásýrunni er sprautað í appelsínur eða aðra ávexti sem eru eftirsóttir af fílum og komið fyrir þannig að þeir geti nálgast þá.

Árið 2013 er vita um 200 fíla sem eitrað var fyrir með blásýru á svipuðum slóðum. Tollayfirvöld í Simbabve gerðu í síðasta mánuði upptæk 173 kíló af fílabeini sem átti að flytja ólöglega úr landi. Verð mæti fílabeinsins á svörtum markaði er sagt vera 5,5 milljónir króna.

Í framhaldi af birtingu fréttar um fíladrápið og tengsl nokkurra háttsettra manna innan lögreglunnar við það hafa þrír blaðamenn í Simbabve verið ákærðir fyrir rógburð og að sverta ímynd landsins út á við. 

Skylt efni: náttúruvernd | fílar | Afríka

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...