Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eitrað fyrir 62 fílum
Fréttir 12. nóvember 2015

Eitrað fyrir 62 fílum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega fundust hræ af 22 fílum í þjóðgarði í Simbabve sem veiðiþjófar höfðu drepið með því að eitra mat sem er egnt fyrir þá með blásýru. Tala dauðra fíla í þjóðgarðinum sem vitað er að hafa verið drepnir með þessari aðferð er komin í 62.

Fílabein eru gríðarlega eftirsótt víða um heim og því freistandi fyrir veiðiþjófa að drepa fíla og selja beinið. Blásýrunni er sprautað í appelsínur eða aðra ávexti sem eru eftirsóttir af fílum og komið fyrir þannig að þeir geti nálgast þá.

Árið 2013 er vita um 200 fíla sem eitrað var fyrir með blásýru á svipuðum slóðum. Tollayfirvöld í Simbabve gerðu í síðasta mánuði upptæk 173 kíló af fílabeini sem átti að flytja ólöglega úr landi. Verð mæti fílabeinsins á svörtum markaði er sagt vera 5,5 milljónir króna.

Í framhaldi af birtingu fréttar um fíladrápið og tengsl nokkurra háttsettra manna innan lögreglunnar við það hafa þrír blaðamenn í Simbabve verið ákærðir fyrir rógburð og að sverta ímynd landsins út á við. 

Skylt efni: náttúruvernd | fílar | Afríka

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...