Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landgræðslan hefur fengið leyfi til að endurheimta votlendi í Skálholti í Bláskógabyggð.
Landgræðslan hefur fengið leyfi til að endurheimta votlendi í Skálholti í Bláskógabyggð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. apríl 2022

Endurheimt votlendis í Skálholti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt útgáfu fram- kvæmdaleyfis vegna endurheimtar á votlendi innan jarðar Skálholts og hefur falið skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins útgáfu leyfisins.

Um er að ræða framkvæmdaleyfi frá Landgræðslunni vegna endurheimtar votlendis í landi Skálholts á um 13,5 hekturum. Fyrirhugað er að fylla upp í og þar með að stífla um 1.670 metra af skurðum. „Áhersla verður lögð á að vanda til verka, þjappa efninu vel ofan í skurðstæðið svo að fyllingar skolist ekki til og að öryggi manna og dýra sé gætt.
Eins á að taka til hliðar gróður úr skurðum og ofan af ruðningum til að þekja yfirborð rasksvæða og flýta þannig fyrir uppgræðslu þeirra. Verkið verður unnið með beltagröfu og einungis notaðir gamlir ruðningar og efni á endurheimtarsvæðinu til að fylla upp í skurðina,“ segir m.a. í umsókn Landgræðslunnar. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...