Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurheimta MSC-vottun
Mynd / VH
Fréttir 7. desember 2020

Endurheimta MSC-vottun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gefið hefur verið út skírteini sem staðfestir að grásleppuveiðar hafa endurheimt MSC vottun um sjálfbærar veiðar. Skírteinið gildir í fimm ár, frá 17. nóvember 2020 til 16. nóvember 2025.


Samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að erfiðlega hafi gengið að selja grásleppuhrogn frá síðustu vertíð og ætti vottunin að liðka til í þeim efnum en þar segir einnig að ljóst sé að COVID-19 sé þar stærsti orsakavaldurinn.

Að sögn Kristins Hjálmarssonar, verkefnisstjóra hjá ISF, Icelandic Sustainable Fisheries, vó aðkoma sjómanna um stjórn veiðanna þungt í þessum efnum. „Þeir lögðu til við stjórnvöld lokun svæða þar sem líkindi voru á að selur veiddist sem meðafli og nákvæm, áreiðanleg skráning alls afla sé mikilvæg fyrir eftirlit og vísindi. Niðurstaðan sem nú er fengin hefði ekki náðst nema með sterkri aðkomu og samvinnu allra aðila, stjórnvalda, LS, Hafrannsóknastofnunar og framleiðenda.“

Á heimasíðunni segir að rétt sé að taka fram að þó þessi áfangi hafi náðst sé nauðsynlegt að halda áfram umbótum þar sem mikilvægt sé að allir vinni saman að því að minnka meðafla við grásleppuveiðar.

Skírteini um sjálfbærni veiðanna er gefið út með skilyrðum fyrir umbótum sem leiði til þess að áhrif þeirra hindri ekki uppbyggingu á stofnum viðkvæmra tegunda.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...