Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eftir að hafa séð gömlum og fallegum miða af límónaðiflösku deilt á samfélagsmiðlum ákvað Fredrik Bäckstrand í Övermark í Finnlandi að endurvekja límónaðiframleiðslu í heimabæ sínum.
Eftir að hafa séð gömlum og fallegum miða af límónaðiflösku deilt á samfélagsmiðlum ákvað Fredrik Bäckstrand í Övermark í Finnlandi að endurvekja límónaðiframleiðslu í heimabæ sínum.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 16. desember 2020

Endurvakti einfaldan svaladrykk og notar aldagamla uppskrift

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir – Landsbygdens Folk

Fredrik Bäckstrand í Övermark í Finnlandi ákvað fyrir nokkrum árum að endurvekja framleiðslu á handgerðu límonaði eftir aldagamalli uppskrift og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú eru bragðtegundirnar orðnar tíu talsins og hefur hann ásamt konu sinni, Micahelu, opnað samkomu- og sölustað á gömlum veitingastað í bænum sem þau gerðu upp. 

Það var fyrir rúmum hundrað árum sem Oskar Eriksson byrjaði að framleiða límonaði og aðra sæta drykki undir merkjum Övermark Läskedrycksfabrik í Övermark í Finnlandi. Sjötíu og sjö árum síðar kviknaði áhugi Fredrik á að hefja framleiðslu á límonaði eftir að hafa séð mynd af flösku með fallegum miða úr upprunalegu verksmiðjunni. Á þessum tíma hafði fjöldinn allur af gömlum límónaðimiðum fundist í veggjum á húsi sem verið var að gera upp, miðar frá Övermark Läskedrycksfabrik, sem notaðir höfðu verið til einangrunar.

Byrjaði með Sodastream-tæki í eldhúsinu

„Gamla nostalgíuhjartað í mér sló mjög ört og mér fannst ég þurfa að endurvekja þessa gömlu framleiðslu eftir að hafa séð myndina á samfélagsmiðlum. Ég hafði samband við son Oskars, sem er á tíræðisaldri, sem gaf mér grænt ljós á að nota nafn hins gamla fyrirtækis og ég fékk alla gömlu flöskumiðana með mér ásamt upprunalegri uppskrift að límónaði,“ segir Fredrik og bætir við:

„Þannig að ég dreif mig heim og byrjaði á tilraunastarfsemi heima í eldhúsi með Sodastream-tækið mitt þar sem ég fann fullkomna blöndu af kolsýru og hugmyndaflugi. Ég gerði fyrstu framleiðsluna fyrir sölu í kringum jólin árið 2017 en þá náði ég að selja um 200 flöskur með granateplabragði. Í grunnuppskriftinni var bæði sítrónusýra og sykur sem ég held mig við en kolsýran á þessum tíma var mýkri og mildari heldur en við þekkjum í dag. Þess vegna notast ég við kolsýru sem notuð er í bjór sem er búinn að gerjast. Þá fáum við ferskt sýrustig sem framkallar bragðið enn betur.“

Hráefni úr nágrenninu

Nú eru bragðtegundirnar orðnar tíu talsins og er Fredrik stöðugt að þróa nýjar bragðtegundir í límónaðið. 

„Við höfum minna geymsluþol en flestir drykkir af svipaðri tegund því við setjum engin litar-, bragð- eða rotvarnarefni í þá. Það eina sem við bætum við er sítrónusýran og sykur ásamt örlitlu salti í lok framleiðsluferilsins. Við leggjum aðaláherslu á að nota hráefni hér úr nágrenninu eins og ber og ávexti, blöð af trjám og svo framvegis. Það er í raun hvað náttúran getur boðið okkur á hverjum tímapunkti sem við nýtum í límónaðidrykkina,“ segir Fredrik sem rekur verksmiðjuna með konu sinni, Michaelu, en nýverið keyptu þau húsnæði gamals veitingastaðar í bænum sem þau hafa gert upp og selja nú sínar eigin vörur þaðan ásamt því að vera dugleg að sækja bænda- og matarmarkaði í nágrenni við sig. 

Fredrik Bäckstrand.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...