Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fánalögin send aftur út til umsagnar
Fréttir 10. desember 2015

Fánalögin send aftur út til umsagnar

Höfundur: smh
Bændasamtök Íslands sóttust fyrst eftir því árið 2008 að lögum um notkun á þjóðfána Íslendinga yrði breytt þannig að heimilt yrði að nota hann til að auðkenna innlendar landbúnaðarafurðir. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem tillaga um þetta kom fram á Alþingi.
 
Ekki tókst að afgreiða málið á síðasta þingi en frumvarpið var endurflutt á yfirstandandi þingi undir lok septembermánaðar síðastliðinn. Eftir fyrstu umræðu fór málið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 14. október. 
 
Frumvarpið hefur nú verið sent út til umsagnar að nýju, en samkvæmt Sigurði Eyþórssyni, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, verður ekki skilað inn nýrri umsögn enda sé frumvarpið óbreytt frá síðasta ári.
 
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimild til notkunar á fánanum á dýraafurðir sem hér eru ræktaðar, hlunnindaafurðir (svo sem æðardún) og nytjajurtir – bæði villtar og ræktaðar. Með breytingunum má nota merkinguna líka á sjávarafurðir sem koma úr íslenskri landhelgi, auk þess sem heimild er veitt til nota á matvæli sem eru framleidd hér á landi og hafa verið á markaði í að minnsta kosti 30 ár – þótt hráefnið sé erlent. Dæmi um slíkar vörur væri til dæmis ORA grænar baunir og Royal búðingur. Loks verður heimilt að merkja vörur fánanum sem ekki eru matvörur, en þar er til dæmis átt við vörur sem eru hannaðar á Íslandi, úr íslensku hráefni, eða framleiddar hérlendis. Nægilegt er að eitt þessara þriggja skilyrða sé uppfyllt.  Lopapeysa sem er hönnuð á Íslandi, gæti til dæmis fengið merkið þótt hún sé ekki úr íslenskri ull og ekki framleidd hér. 

Skylt efni: Fánalögin

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...