Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Félagsmál landbúnaðarins í brennidepli
Fréttir 21. febrúar 2020

Félagsmál landbúnaðarins í brennidepli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2020 verður haldið í Bændahöllinni 2. og 3. mars næst­komandi. Meðal mála á dagskrá eru endurskoðun félagskerfis landbúnaðarins, jafnréttismál, umhverfismál og málefni Velferðar­sjóðs BÍ.

Á þinginu verður lagt til að mótað verði nýtt skipulag á félagskerfi landbúnaðarins til að auka skil­virkni og bæta nýtingu fjármuna. Markmiðið er einnig að ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda um félagskerfið og auka þannig slagkraft hagsmunagæslunnar. Jafnframt að finna leiðir til að fjármagna rannsóknir til að stuðla að framþróun og fagmennsku í landbúnaði.

Drög að jafnréttisstefnu

Með jafnréttisáætlun vilja Bænda­samtök Íslands stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla í félagskerfi sínu, með því að ryðja úr vegi hindrunum sem geta verið á vegi kvenna og karla. Áætluninni er ætlað það hlutverk að skoða og endurmeta aðstæður á hverjum vinnustað og tryggja sambærilega möguleika fyrir alla starfsmenn. Auknu jafnrétti fylgja ný verkefni, meiri stöðugleiki og aðdráttarafl fyrir nýtt starfsfólk. Stjórnendur og starfsfólk taka höndum saman og vinna markvisst að jafnrétti með hagsmuni allra í huga.

Lífrænn landbúnaður

Lögð verður fram tillaga um drög að opinberri stefnumótun fyrir lífrænan landbúnað á Íslandi, þar sem markmiðið er að leggja grunn að stefnu fyrir lífrænan landbúnað á Íslandi. Að leggja mat á möguleika lífræns landbúnaðar til útbreiðslu hér á landi og skilgreina markmið þar um.

Í greinargerð með tillögunni segir að staðan í loftslagsmálum knýi á um breytingar í landbúnaði en hér á landi vegur hvað þyngst nauðsyn þess að dregið verði úr notkun á tilbúnum áburði sem allur er innfluttur. Jafnframt verði að bæta nýtingu búfjáráburðar og auka notkun annarra lífrænna áburðargjafa af ýmsu tagi.

Velferðarsjóður BÍ

Í tillögu um Velferðarsjóð BÍ er farið fram á að reglum sjóðsins verði breytt þannig að einstök búgreinafélög geti sótt um styrki til að fara í fyrirbyggjandi verkefni sem miða að því að koma í veg fyrir tjón á afurðum og búfé.

Styrkir til einstakra búgreina­félaga geti aldrei orðið hærri en sem nemur þeirri fjárhæð sem viðkomandi búgrein átti inni í B-deildinni þegar sjóðurinn var stofnaður.

Þingið hefst klukkan 10.30 með skýrslu formanns og fram­kvæmdastjóra BÍ og umræðum um fjármál en formleg setningarathöfn verður í Súlnasal Hótel Sögu klukkan 12.00, mánudaginn 2. mars. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...