Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lúsin Mesophthirus engeli sem lifði á risaeðlum fyrir um 99 milljónum ára.
Lúsin Mesophthirus engeli sem lifði á risaeðlum fyrir um 99 milljónum ára.
Fréttir 6. janúar 2020

Fiðraðar og lúsugar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegur fornleifafundur bendir til þess að risaeðlur eða vissar tegundir af þeim hafi verið með fjaðrir og að lýs hafi lifað góðu lífi í og undir fjöðrunum.

Vísindamenn hafa verið að rannsaka nýlega fundinn amber-klump frá Búrma, sem talinn er vera að minnsta kosti 99 milljón ára gamall, og í klumpinum er að finna risaeðlufjaðrir og tíu smádýr sem líkjast lúsum. Við smásjárskoðun má svo sjá að lúsin eða lýs hafa nartað í fjaðrirnar.

Fundurinn er meðal annars áhugaverður fyrir það að þetta er elsta þekkta dæmið um lýs eða lúsalík kvikindi sem éta fjaðrir og færir tilkomu þeirra aftur um 55 milljón ár.

Tegundin, sem hefur verið óþekkt fram til þessa, hefur fengið latneska heitið Mesophthirus engeli og eru kvikindin sem fundust 0,14 til 0,23 millimetrar á lengd en áætlað er að fullvaxin ættu þau að ná um 0,5 millimetrum að lengd. Þau eru vængjalaus, kjaftur þeirra er sagður sterkbyggður og með að minnsta kosti fjórum tönnum.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...