Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjallalamb má flytja lambakjöt út til Kína
Fréttir 27. maí 2019

Fjallalamb má flytja lambakjöt út til Kína

Höfundur: smh

Fjallalamb hf. á Kópaskeri hefur verið sett á opinberan lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja inn lambakjöt frá Íslandi og getur útflutningur hafist í næstu sláturtíð.

Matvælastofnun greinir frá þessum tíðindum á vef sínum. Þar kemur fram að málið eigi sér fjögurra ára forsögu. „Undanfarin 4 ár hefur Matvælastofnun í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Kína unnið að öflun leyfis til útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Kína.

Síðastliðið haust var undirritaður samningur milli Íslands og Kína um skilyrði, heilbrigðiskröfur og eftirlit vegna útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Kína.

Í kjölfarið á því sótti Fjallalamb hf á Kópaskeri um leyfi fyrir sláturhús, kjötpökkunarstöð og frystigeymslu fyrirtækisins til útflutnings á lambakjöti til Kína.

Mikilvægustu kröfur Kínverja varða riðu. Einungis má flytja kjöt af lömbum yngri en 6 mánaða sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafnframt eiga sláturhús, kjötpökkunarstöðvar og frystigeymslur að vera á riðulausum svæðum.

Fjallalamb hf uppfyllir þessi skilyrði og aðrar kröfur kínverskra yfirvalda og það hefur nú verið sett á opinberan lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja lambakjöt frá Íslandi á Kínamarkað,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...