Fjölgað í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur auglýst eftir nautgripabændum til þáttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Verkefnið hófst formlega vorið 2020 þegar fimmtán sauðfjárbændur voru valdir til þátttöku eftir námskeiðahald. Í febrúar á þessu ári bættust fimmtán sauðfjárbú við verkefnið.
Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.
Nú er auglýst eftir eftir fimmtán nautgripabúum til þátttöku í allt að fimm ár, sem hafa áhuga á að setja sér skriflega aðgerðaráætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
Umsóknarfrestur um þátttöku er til 8. ágúst næstkomandi.
Bæirnir sem taka þátt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.