Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjölgað í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður
Mynd / smh
Fréttir 29. júní 2021

Fjölgað í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður

Höfundur: smh

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur auglýst eftir nautgripabændum til þáttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Verkefnið hófst formlega vorið 2020 þegar fimmtán sauðfjárbændur voru valdir til þátttöku eftir námskeiðahald. Í febrúar á þessu ári bættust fimmtán sauðfjárbú við verkefnið.

Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. 

Nú er auglýst eftir eftir fimmtán nautgripabúum til þátttöku í allt að fimm ár, sem hafa áhuga á að setja sér skriflega aðgerðaráætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.

Umsóknarfrestur um þátttöku er til 8. ágúst næstkomandi.

Bæirnir sem taka þátt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...