Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa. Horft yfir Norðurfjörð að Reykjaneshyrnu.
Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa. Horft yfir Norðurfjörð að Reykjaneshyrnu.
Mynd / Svanlaug Sigurðardóttir
Fréttir 2. janúar 2023

Fjölgar mest í Árneshreppi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjóðskrá hefur birt íbúafjölda landsins eftir sveitarfélögum í desember 2022.

Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda á tímabilinu 1. desember 2021 til 1. desember 2022 hefur íbúum Árneshrepps fjölgað mest síðastliðið ár, eða um 22,0%, en íbúum þar fjölgaði um níu. Á sama tímabili fjölgaði íbúum á landinu um 3,4%. Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa.

Hlutfallslega fjölgaði íbúum næstmest í Kjósarhreppi, 16,7%, eða um 41. Einnig var töluverð hlutfallsleg fjölgun í Ásahreppi, eða um 12,3% og Bláskógabyggð, eða 10,5%. Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 9 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 55 sveitarfélögum.

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 4.003 á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. desember 2022 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 813. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 300 og í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.628 íbúa, eða um 8,0%. Íbúum Seltjarnarnesbæjar fækkaði hins vegar um 64, eða 1,4%.

Samkvæmt tölum Þjóðskrár fjölgaði íbúum í öllum landshlutum. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum, eða um 6,6% sem er fjölgun um 1.927 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,3% á tímabilinu, eða um 1.406 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.319 frá 1. desember 2021, sem er um 3,4%.

Skylt efni: íbúafjöldi

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...