Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd.
Fréttir 26. mars 2020

Fleiri sveitarfélögum boðið að borðinu í umræðum um sameiningu í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatns­­sýslu hittust á dög­unum á fundi með ráðgjöfum RR-ráðgjafar sem eru þeim innan handar í viðræðum um hugsanlega samein­ingu sveitarfélaga í sýslunni.

Fram kemur í fundargerð að ráðgjafar telji að ýmis atriði þurfi að rýna betur áður en lengra er haldið. Fram kom á fundinum að sveitarstjórn Skagastrandar hafi óskað eftir því að unnið yrði að því að finna samhljóm og sameiginlega meginhagsmuni á svæðinu. Þá hefur komið fram ósk frá sveitarstjórn Húnavatnshrepps um að mörkuð verði stefna varðandi framtíðarverkefni á Húnavöllum ef skólahald þar leggst af.

Sjö sveitarfélög eru í dag í Vestur- og Austur-Húna­vatnssýslum, en Skagaströnd klýfur þar sveitarfélagið Skagabyggð í tvennt. Nú er rætt um þann möguleika að þau sameinist öll í eitt sveitarfélag. 

Í tengslum við umræðuna á fund­inum vakti Halldór G. Ólafsson, oddviti Sveitar­félagsins Skaga­strandar, máls á því að mikilvægt væri að komast að niðurstöðu um meðferð þeirra fjármuna sem Sveitarfélagið Skagaströnd á. Í kjölfarið sköpuðust um­ræður um möguleika á því að tryggja að fjármunirnir yrðu nýttir til uppbyggingar á innviðum á Skagaströnd sem myndu þó nýtast svæðinu öllu til góða.

Einnig urðu á fundinum umræður um hvort kanna ætti áhuga fleiri sveitar­félaga á þátttöku í samein­ingar­viðræðum og var borin upp tillaga um að bjóða Húna­þingi vestra, Sveitar­félaginu Skagafirði og Akra­hreppi formlega að viðræð­unum og var hún samþykkt. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...