Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd.
Fréttir 26. mars 2020

Fleiri sveitarfélögum boðið að borðinu í umræðum um sameiningu í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatns­­sýslu hittust á dög­unum á fundi með ráðgjöfum RR-ráðgjafar sem eru þeim innan handar í viðræðum um hugsanlega samein­ingu sveitarfélaga í sýslunni.

Fram kemur í fundargerð að ráðgjafar telji að ýmis atriði þurfi að rýna betur áður en lengra er haldið. Fram kom á fundinum að sveitarstjórn Skagastrandar hafi óskað eftir því að unnið yrði að því að finna samhljóm og sameiginlega meginhagsmuni á svæðinu. Þá hefur komið fram ósk frá sveitarstjórn Húnavatnshrepps um að mörkuð verði stefna varðandi framtíðarverkefni á Húnavöllum ef skólahald þar leggst af.

Sjö sveitarfélög eru í dag í Vestur- og Austur-Húna­vatnssýslum, en Skagaströnd klýfur þar sveitarfélagið Skagabyggð í tvennt. Nú er rætt um þann möguleika að þau sameinist öll í eitt sveitarfélag. 

Í tengslum við umræðuna á fund­inum vakti Halldór G. Ólafsson, oddviti Sveitar­félagsins Skaga­strandar, máls á því að mikilvægt væri að komast að niðurstöðu um meðferð þeirra fjármuna sem Sveitarfélagið Skagaströnd á. Í kjölfarið sköpuðust um­ræður um möguleika á því að tryggja að fjármunirnir yrðu nýttir til uppbyggingar á innviðum á Skagaströnd sem myndu þó nýtast svæðinu öllu til góða.

Einnig urðu á fundinum umræður um hvort kanna ætti áhuga fleiri sveitar­félaga á þátttöku í samein­ingar­viðræðum og var borin upp tillaga um að bjóða Húna­þingi vestra, Sveitar­félaginu Skagafirði og Akra­hreppi formlega að viðræð­unum og var hún samþykkt. 

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...