Flest hross flutt til Þýskalands
Alls voru 665 hross flutt út á fyrstu fimm mánuðum ársins, að því er fram kemur í tölum WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins.
Útflutningshrossin skiptust niður í 292 hryssur, 142 stóðhesta og 231 gelding og fóru þau til fimmtán landa. Meira en helmingur þeirra, 337 talsins, fóru til Þýskalands. Fjörutíu hross fóru til Bandaríkjanna, 59 til Svíþjóðar, 59 til Danmerkur, 43 til Sviss, 41 til Austurríkis og 22 til Frakklands.
Alls hafa 27 hrossanna fengið fyrstu einkunn í kynbótadómi. Hæst dæmdu útfluttu hross það sem af er ári eru stóðhestarnir Spaði frá Stuðlum (ae. 8,73), Organisti frá Horni I (ae. 8,72), Púki frá Lækjarbotnum (ae. 8,49), Kambur frá Akureyri (ae. 8,42), Steingerður frá Horni I (ae. 8,41), Sigurfari frá Sauðárkróki (ae. 8,41) og Boði frá Breiðholti, Gbr. (ae. 8,40). Ný heimkynni Spaða og Boða verður
Kentucky-ríki Bandaríkjanna.