Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir varnarlínur var breytt.

Breytingin felur í sér að ekki þarf lengur að sækja um leyfi fyrir flutningnum. Aftur á móti gildir enn að sérstök rannsókn skuli fara fram á heilbrigði þeirra gripa sem flytja á milli varnarhólfa, sbr. 25. gr. dýrasjúkdómalaga (nr. 25/1993). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur, sérgreinadýralæknis nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun.

Þessi rannsókn á heilbrigði getur farið fram á tvennan hátt. Annars vegar er hægt að hafa samband við hlutaðeigandi héraðsdýralækni og fá samþykki hans fyrir flutningnum. Hins vegar er hægt að ráðfæra sig við sjálfstætt starfandi dýralækni/ dýralækni búsins og fá hjá honum vottorð um heilbrigði gripanna sem síðan er hægt að framvísa til starfsmanna Matvælastofnunar við eftirlit ef þeir óska eftir því.

„Sérstaklega er horft til stöðu garnaveiki á því svæði sem flytja skal frá og hvort veiruskita eða aðrir smitsjúkdómar séu í gangi á svæðinu. Ekki er til þess ætlast að sérhver gripur sé skoðaður heldur að horft sé til söluhjarðarinnar sem heildar,“ segir í tilkynningunni.

Ef smitsjúkdómar eru til staðar er alltaf mest hætta á smiti frá dýri til dýrs og smitvarnir eru aldrei of hátt skrifaðar.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...