Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Formanns- og stjórnarkjör Bændasamtakanna
Fréttir 22. desember 2021

Formanns- og stjórnarkjör Bændasamtakanna

Samkvæmt 6. gr. samþykkta Bændasamtaka Íslands, skal skila inn framboðum til formanns samtakanna eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir Búnaðarþing. Allir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald 2021 fyrir 31. desember nk. geta boðið sig fram til formanns. Frestur til að skila inn framboði er til miðnættis 30. janúar 2022 og skal framboðum skilað inn á netfangið kjorstjorn@bondi.is.

Í kjörstjórn til formannskjörs 2022 eru Guðrún Vaka Stein­grímsdóttir, formaður, Guðrún Birna Brynjarsdóttir og Erla Hjördís Gunnarsdóttir.

Formaður er kosinn á tveggja ára fresti með rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna. Samkvæmt samþykktum samtakanna skal kosning formanns eiga sér stað á 5 daga tímabili sem skal lokið eigi síðar en 6 vikum fyrir Búnaðarþing, það er 15. febrúar 2022. Niðurstaða formannskosningar skal liggja fyrir a.m.k. mánuði fyrir Búnaðarþing.  Nái enginn frambjóðenda til formanns kosningu með 50% atkvæða eða meira, er kosið aftur rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hlutu.  

Kosning stjórnar

Í stjórn BÍ sitja sjö félagsmenn. Sex stjórnarmenn eru kosnir á Búnaðarþingi til tveggja ára í senn. Náist ekki niðurstaða um hverjir séu rétt kjörnir stjórnarmenn í einni umferð í kosningu, skal kosið aftur bundinni kosningu á milli þeirra sem jafnir eru. Ef jafnt verður að nýju skal hlutkesti varpað um hver eða hverjir eru rétt kjörnir stjórnarmenn. Að loknu kjöri aðalmanna skal kjósa sjö menn í varastjórn til eins árs í senn. Sá sem flest atkvæði hlýtur er fyrsti varamaður og svo koll af kolli. Stjórn skal kjósa sér varaformann.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...