Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sunnudaginn 5. september mættu  bændur í Vatnsdal í sparifötunum inn á Grísmtunguheiði og tóku nýja gangnamannaskálann í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreiðmanna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli.
Sunnudaginn 5. september mættu bændur í Vatnsdal í sparifötunum inn á Grísmtunguheiði og tóku nýja gangnamannaskálann í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreiðmanna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli.
Mynd / Bjarni Kristinsson
Fréttir 12. október 2021

Frá hlöðnum torfkofum og tjöldum í glæsilegan gangnamannaskála

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Sauðfjárbændur í Vatnsdal þurfa að smala sínu fé allt að 70 km leið í Undirfellsrétt, en frá Langjökli að Undirfellsrétt er nálægt 70 km. Að þessum sökum eru gangnamenn í 4–5 daga að smala afréttinn.

Í fyrstu var notast við grjóthlaðna torfkofa og tjöld, en í kringum 1960-65 voru gamlir strætisvagnar og rútur dregnar suður á heiði og bílarnir notaðir allt til 1977 og 1978 þegar gerðir voru þrír gangnamannaskálar, í Fljótsdrögum, Öldumóðuskáli og Álkuskáli, allir án rafmagns og hitaðir með gasi.

Í sumar var fjárfest í vinnubúðunum sem starfsmenn Vaðlaheiðarganga notuðu við gangnagerðina og voru vinnubúðirnar fluttar um 20 km upp á Grímstunguheiði og settar saman, keypt ljósavél og smíðað hesthús. Vinnuframlagið var að mestu bændur í Vatnsdal sem fóru ófáar ferðir fram á heiðina.

Nýi gangnamannaskálinn.

Prúðbúnir bændur vígðu nýja skálann

Sunnudaginn 5. september mættu í sparifötunum bændur í Vatnsdal og tóku þennan nýja skála í notkun. Þetta var líka fyrsta kvöldið í fimm daga smölun þeirra 13 undanreiðmanna sem fara lengst, en fyrsti smölunardagur er frá Langjökli (oftast nefnt Fljótsdrög af heimamönnum). Nýi skálinn getur tekið á milli 30 og 40 manns. Herbergin eru 30, bæði eins og tveggja manna, ágætlega rúmgóð og allir geta farið í sturtu eftir langan smölunardag. Góð eldunaraðstaða er í skálanum, matsalurinn tekur nálægt 40 manns í sæti og eru tvær litlar setustofur þar til viðbótar.

Þegar tíðindamaður Bændablaðsins kom í heimsókn fimmtudaginn 9. september var matráðskonan Sigþrúður Sigfúsdóttir að þrífa skálann ásamt Bjarna Kristinssyni eftir þessar fjórar nætur sem gangnamenn höfðu notað nýja skálann. Mynd / HLJ

Tvö í stórum skála að þrífa þegar Bændablaðið truflaði þrifin

Þegar tíðindamaður Bænda­blaðsins kom í heimsókn fimmtudaginn 9. september var matráðskonan Sigþrúður Sigfúsdóttir að þrífa skálann ásamt Bjarna Kristinssyni eftir þessar fjórar nætur sem gangnamenn höfðu notað nýja skálann. Aðspurð hvernig gangnamönnum hafi líkað vistin fannst þeim að þessi nýi skáli hafi staðið vel undir væntingum. Eftir stutt spjall og kaffibolla var tími kominn á að kveðja og hætta að trufla vinnandi fólk, en að lokum, til hamingju, Vatnsdælingar, með glæsilegan gangnamannaskála.

Í fyrstu var notast við grjóthlaðna torfkofa og tjöld, en í kringum 1960–65 voru gamlir strætisvagnar og rútur dregnar suður á heiði og bílarnir notaðir allt til 1977 og 1978 þegar gerðir voru þrír gangnamannaskálar, í Fljótsdrögum, Öldumóðuskáli og Álkuskáli, allir án rafmagns og hitaðir með gasi.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...